Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 117
115
) FRÁ ÞORMÓÐI, KAPPA HINS HELGA ÓLAFS KONUNGS
í þeirri sögu sem hann var að semja. En skýringin gæti verið sú að
hann hafi — eins og Sigurður Nordal hefur getið til — ekki haft
bókina handbæra þegar hann samdi sína sögu, og hafi ekki kunnað
þessar vísur. Til þess bendir einnig ruglingur vísnahelminga í sam-
eiginlegum vísum, — enda er þar einn hlutur sem vekur grun um að
höfundur Fbr. sögu eigi meiri sök á honuin en höf. Elztu sögu. Hann
er síðari helmingur erindisins Þér munk eðr unz gðrum .. . í Fbr.
sögu: ríkr, vilk með þér, rœkir / randar linns enn svinni, / — stgnd-
um ár á gndrum / eybaugs — lifa ok deyja. — Sá vísuhelmingur á
að efni til ekki vel við söguna á Stiklastöðum, — en hann er í sjálfri
Elztu sögunni (á 2. blaði, útg. 6. bls.), síðari helmingur þeirrar vísu
sem Þormóður kveður fyrsta fyrir Ólafi konungi í áður um getinni
frásögn af komu hans til konungs, — og fer miklu betur á honum
þar — úti á skipi Ólafs konungs.7
7 Þar er þessi vísuhelmingur auk þess líklega í sinni upprunalegu niynd:
ríkr vilk með þér, rœkir
randa linns ok Finni
‘ — rgnd berum út á andra
eybaugs — lifa ok deyja.
Sbr. sennilega fyrirmynd skáldsins, vísuorð í tveim erindum eftir Einar skála-
glamm í Jómsvíkinga sögu (og það fyrra í Egils sögu). Þessar vísur Einars eru
(Den norsk-islandske Skjaldedigtning, udg._ved Finnur Jónsson (Kpben-
havn og Kristiania 1912—15), A I, 132; seinni hlutarnir einir skipta máli):
Sækjum jarl þanns auka
Drepr eigi sá sveigir
sárlinns, es gram finnum,
— rgnd berum út á andra
Endils — við mér hendi.
Og enn fremur:
Þat kvað jarl at æri
Qllungis hefr illa,
eybaugs, ef skalt deyja,
— víst hyggjum þat — viggja,
valdr, þinn faðir haldit.