Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 77
SITTHVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR
75
bandið kvikur kvistur ætti aðeins við dýr í andstöðu við jurtir, held-
ur hafi orðið kvistur þegar fengið allt aðra merkingu, þegar sam-
bandið kvikr kvistr varð til. Sennilegt má telja, að merkingin ‘eign’
liggi hér til grundvallar. Samanhurðurinn við merkingarþróun orðs-
ins alin virðist vega hér þungt. Frá 14. öld eru dæmi um samböndin
fríðar álnir og kvikar álnir, eins og nú skal sýnt:
lvka vth a tueimr arvm leiga xij alnvmm fridvmm hvert kv-
gilldi.6 3
leiga .xij alnum kuikum huert [kugildi].04
Líkingin milli sambandanna kvikur Icvistur og kvikar álnir gefur
tilefni til, að athugað sé, hvort ekki sé um svipaða þróun merkinga
að ræða.
Sagt er, að sá, sem hefir efnazt, hafi komizt í álnir. í þessu sam-
bandi hefir orið alin (öln) fengið merkinguna ‘eign’, og raunar kem-
ur sú merking fram í miklu fleiri samböndum. Alin var — og er
raunar enn — mælieining, en orðið var einnig notað um verðein-
ingu, og af þeirri merkingu er merkingin ‘eign’ komin.05 Dæmi um
hana auk þeirra sambanda, sem rakin voru, eru kunn frá 16. öld:
sem ecke vilia vinna . . . enn eiga ongua alin.00
Hier i möt skilldi tijdtt nefndur pall sier framfæri aa þeim
aalnum sem Gudlaugur loptzson fieck honum.07
Um orðtakið komast í álnir veit ég hins vegar ekki dæmi fyrr en
frá 19. öld:
63 Diplomatarium Islandicum III, 271 (1371).
04 DI III, 359 (1381).
05 Um öln (alin) sem mælieiningu, sjá Magnús Már I.árusson, „íslenzkar
mælieiningar," Skírnir 1958, 208 o. áfr.; sbr. einnig ritgerðir, sem þar er vísað
til.
00 Diplomatarium Islandicum VIII, 510. DæmiS er úr dómi frá 1514, en hand-
rit af dómnum eru frá 17. öld.
07 DIIX, 463. Bréfið er frá 1528, prcntað eftir orðréttri afskrift. Aðeins yngri
dæmi eru í DI XTV, 456 (1566) (OH) og Alþingisbókum fslands II, 69 (1585)