Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 54
52
BALDUR JONSSON
er talinn vera sami maður og Grímólfr, faðir Þorgríms, eða m. ö. o.
bróðir Álfs.153
Ef Álfr hinn egðski er nú dæmdur úr leik og gert er ráð fyrir því,
að nafnið Ölfus sé ættað frá Suðauslur-Noregi eða Vestur-Svíþjóð,
má þá ekki vænta þess, að Landnámabók greini frá innfiytjendum
jiaðan? Þess eru víst dæmi, en ekki í Árnessþingi. Mér hefir ekki
tekizt að finna neitt i Landnámabók, er sérstaklega styðji skýringu
mína á uppruna Ólfuss-nafnsins. Ekki má |>ó leggja mikið upp úr
því; svo tæmandi og traust heimild er Landnámabók ekki. „Land-
námabækur veita litla fræðslu um uppruna landnámsmanna í Árness-
þingi né heldur, hvar jjeir dvöldust eða áttu heimkynni síðast, áður
en þeir fóru til íslands,“ segir Einar Arnórsson.154 í þessu sam-
bandi má benda á, að flutningsmenn Olfuss-nainsins jiurfa ekki að
liafa verið búsettir í Ölfusi sjálfu. Enn fremur má minna á, að auk
þess sem Landnáma greinir ekki frá uppruna allmargra landnáms-
manna í Árnessþingi, getur henni skjátlazt um ætt og uppruna ann-
arra, sem hún veitir þó vitneskju um.155 Loks má ekki gleyma því,
að langmestur hluti innflytjenda er hvergi nefndur á nafn.
VIII
Að endingu skal ég draga saman í stuttu máli helztu niðurstöður,
sem ég hefi komizt að um uppruna nafnsins Olfus.
Ölfus merkir upprunalega ‘árós’ og var i öndverðu nafn á Ölfusár-
ósi, en festist síðar við byggðina vestan hans og norðan. 1 fyrstu hef-
ir byggðarnafnið Ölfus vafalaust verið notað mest um sama svæði
153 Sjá Landnámabók (1900), 342; Guðbrandur Vigfúason, „Um tímatal í
Íslendínga sögum“, 263 og 287.
lc4 Árnesþing ..., 239.
155 Grímólfr, afi Þórodds goða, er jafnan talinn frá Ogðum í Noregi. En þess
má geta, þótt ég leggi ekki mikið upp úr því að órannsökuðu máli, að Lind
nefnir enga norska heimild um nafnið Grímóljr. flins vegar var það til í austur-
norrænum málum, fsæ. Grímulf, fdö. Grimulv, og jafnvel á Englandi. Nafnið
var fátítt á íslandi (E. II. Lind, Norsk-islándska dopnamn (Uppsala, Leipzig
1905—1915), 359 og 1286).