Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 32
30 BALDUR JÓNSSON
sem beinast liggur við hlj óðíræðilega séð, og vant að sjá, hverra
kosta er völ, ef þessum er hafnað.
Þetta brýtur á engan hátt í bága við það, að gert er ráð fyrir vara-
hljóðvarpi í orðinu Olfus, „since unstressed o of all origins caused
ir-umlaut of a“.81 Það er sem sé engum vandkvæðum bundið að
skýra þróunina *gljos < *alfös. í fljótu hragði virðist þá ekkert
vera því til fyrirstöðu heldur, að o hefði getað hljóðverpt e eða g í
þessu orði. í kerfi áherzlulausra sérhljóða var aðeins um eitt upp-
mælt sérhljóð að ræða. Þetta fónem má kalla /o/ eða /u/ eftir að-
stæðum. Hér verður þó að gera eina athugasemd. í tvíkvæðum orð-
um, ósamsettum, fékk a yfirleitt ekki staðizt á undan o (síðar u) í
næsta atkvæði, heldur tók o sæti þess. Þetta gat gerzt löngu eftir að
hinum eiginlega hljóðvarpstíma var lokið og nær m. a. s. til töku-
orða (Magnús > Mggnus). Breytingin a — u > o — u var kerfis-
bundin nauðsyn. — Sama verður ekki sagt um e (^) — «> 0 — u.
Að vísu gat u hljóðverpt e í 0 (reru > rpru), en dæmi eru fá, enda
kom sjaldan fyrir, að e lenti þannig á undan u, því að við slíkar að-
stæður hafði e oftast klofnað á frumnorrænum tíma. Oftar mun §
hafa orðið fyrir varahljóðvarpi, en því olli fremur w en u (o). Loks
eru næg dæmi þess, að e — u hafi haldizt. Fróðlegt er að bera sam-
an: r0kum (af rgk n. pl.) : rekum (af reka) — og hins vegar tgkum
(af tgk n. pl.) : tgkum (af taka); *lakum er óhugsandi.82 Hafa nú
aukizt líkurnar fyrir því, að Ölfus sé < *alfös. Fyrst um sinn skal þó
öllum leiðum haldið opnum.
Eins og áður var rakið, hafði sumum fyrri skýrendum dottið í
hug, að síðari liður orðsins Ölfus væri óss m., en merkingarlega hef-
ir sú skýring mikla kosti. Hér er þó einn agnúi á, sem sumir hafa
látið sér í léttu rúmi liggja. Það er kynferði orðanna ósi og Ólfus.
Kynskipti orða eru svo algengt fyrirbrigði, að menn hafa ekki látið
81 „The Vowel System . ..“, 286; sbr. einnig Ture Johannisson, „Fvn. pnd-
óltr och avledningarna pá ■óttr", Arkiv för nordislc filologi, LXIIJ (1948), 189
—190.
82 Ég þakka prófessor Hreini Benediktssyni fyrir að vekja athygli mína á
þessu atriði.