Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 119
117
•) FRÁ ÞORMÓÐI, KAPPA HINS HELGA ÓLAFS KONUNGS
Á sér, at vér vórum
vígreifr með Áleifi, . ..
Engum getur dulizt við hvaða fyrirmynd er átt: Eftir handtöku
Jesú fylgdi Pétur honum álengdar inn í hallargarð æðsta prestsins,12
og hann sat hjá þjónunum og vermdi sig við logann ... Og
er Pétur var niðri í hallargarðinum, kemur ein af þernum
æðsta prestsins; og er hún sér Pétur vera að verma sig, horfir
hún á hann og segir: Þú varst einnig með manninum frá Naz-
aret, þessum Jesú. En hann neitaði . . .
í Helgisögunni er frásögn sem svipar til fyrra atriðisins í Fóst-
hræðra sögu:13
Ok þá er hann hafði kveðit [Bjarkamál], þá mælti konungr-
inn: „Hvat kaup villtu hafa, Þormóðr, fyrir skemmtan þína?“
Þormóðr svarar: „Eigi kann ek kaups at meta ok engan hlut
vil [ek] sjá mér til gæfa [svo] annan en þat at ek vildi þitt
brjóst vera ok í þinni ásjá vera, ok eigi vilda ek eptir þik lifa.'1
Konungr svarar: „Eigi kann ek þat gl0ggt vita hversu þat
verðr, en ásj á skal ek þér veita. Hversu marga menn hefir þú
vegit í einvígi?" Hann Þormóðr kveðr þá vísu:
Sex hefi ek alls . ..
í Ólafs sögu Snorra er þetta atriði á sama stað, en þó aukið og
endurbætt:14
Konungr þakkaði honum vel skemmtan sína. Síðan tók kon-
ungr gullhring er stóð hálfa mgrk ok gaf Þormóði. Þormóðr
þakkaði konungi gjpf sína ok mælti: „Góðan eigu vér konung,
12 Markús 14:54 og 66—68; enn fremur Matt. 26:58 og 69—70. Lúk. 22:55
—57, Jóh. 18:15—18.
13 Útg. Johnsens, 79—80.
14 Útg. Johnsens og Jóns Helgasonar, 547—548. — 1 Helgisögunni víkur Þor-
móður reyndar einnig að f jarveru Sighvats í ummælum sínum næst á undan því
frásagnarbroti sem tekið var upp liér á undan, en þau eru ásamt svari konungs
eitt afbrigði sögnatriðisins sem rætt var í 5. neðanmálsgr. hér að framan.