Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 143
DOKTORSVORN
139
rímur séu komnar óbeint frá Skjöldunga sögu, þ. e. um millilið í
söguforini, og auk þess bent ó að vafasamt sé hversu mikið af sögu
Bjarka hafi verið sagt í Skjöldungasögu.2 Höf. bætir því við (bls.
55) að þessi skoðun, sem hann leggur mér í munn, sé nauðsynleg, ef
unnt eigi að vera að „draga nokkrar ályktanir af Bjarkarímum um
það, hvað Arngrímur hafi fellt niður úr forriti sínu“. Þetta virðist
mér ekki sannfærandi. Eitt er að Bjarkarímur sýni ekki óbreytta
Skjöldunga sögu, að þar hafi verið aukið við efni o. s. frv., en af því
leiðir ekki að ófært sé að styðjast við þær ásamt öðrum heimildum,
til að leiða að því líkur hvað í Skjöldunga sögu hafi staðið. En þetta
sjónarmið kemur víðar fram hjá höf., og verður vikið að því síðar.
Höf. ræð'.r nokkuð um vinnubrögð Arngríms lærða þegar hann
samdi Rerum Danicarum fragmenta (bls. 10 o. áfr). Hér er vitan-
lega um undirstöðuatriði að ræða, að gera sér ljóst hvernig Arn-
grímur gekk að verki. Höf. leggur áherzlu á að Niels Krag hafi gefið
Arngrími fyrirmæli um að forsaga Dana ætti „að vera sem skilmerki-
legust“ (bls. 10). En í bréfi Krags 1596, sem höf. vitnar sjálfur í, er
ekki minnzt á forsögu Dana; Krag biður aðeins um vitneskju um
skipti Dana við aðrar norrænar þjóðir, svo og Skota, Hjaltlendinga
og Orkneyinga.3 Svipað kemur fram i bréfi Krags 1597, þar sem
hann mælist til þess að Arngrímur leggi kapp á að Krag fái heimildir
jafnt um sögu Dana og Norðmanna og Svía, en einkum um sögu ís-
lendinga.4 Það sem Krag var mest í mun að vita, var hvort íslend-
ingar hefðu nokkrar heimildir um skipti Dana við önnur lönd. Danir
áttu sína forsögu hjá Saxa, og Krag hefur naumast búizt við því að
íslendingar gætu miklu við hana hætt, enda kom það á daginn að
danskir sagnfræðingar tóku ekki mark á þeirri vitneskju sem Arn-
grímur færði þeim uin þetta efni. Hitt er annað mál að Arngrímur
2 Bibliotheca Arnamagnœana XII 235.
3 „Potissimum verö in id elabores, si forte Danorum aliqna repperire erit,
quæ vel cum Norvagis vel cum Scotis aut etiam cum vestratibus, Hetlandis,
Orcadensibus intercesserunt*1 (Bibl. Arnam. XI 100).
4 „tum de Danicis rebus, tum de Norvagicis, Sueticis et inprimis de vestris"
(Bibl. Arnam. XI 102).