Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 120
118
BJARNI EINARSSON
en vant er nú at sjá hversu langlífr konungr verðr. Sú er bœn
mín, konungr, attú látir okkr hvárki skiljaz lífs né dauða.“
Konungr svarar: „Allir munu vér saman fara meðan ek ræð
fyrir ef ér vilit eigi við mik skiljaz.“ Þá mælti Þormóðr: „Þess
vænti ek, konungr, hvárt friðr er betri eða verri at ek sjá nær
yðr staddr meðan ek á þess kost, hvat sem vér spyrjum til hvar
Sighvatr ferr með gullinhj altann.“
Síðara söguatriðið sem hér um ræðir, spurning konunnar og svar
Þormóðar með vísunni, er í Helgisögunni en ekki í Ólafs sögu
Snorra, — í þeim báðum er aftur á móti svipuð viðræða Þormóðar
og karlmanns:
Maðr gengr í mót honum ungr af húsi nokkuru . . . Þormóðr
spyrr: „Vartu í orrostunni í dag,“ sagði hann. „Var ek víst,“
sagði hinn, „með bópndum, er betr var. Við hvárum vartu?“
segir hann. „Víst með konunginum, er betr var,“ segir Þor-
móðr.15
. .. gekk maðr út í móti honom. . . . hann nefndiz Kimbi.
Þormóðr svarar: „Vartu í bardaga?“ „Var ek,“ segir hann,
„með búpndum, er betr var . . . eða vartu í bardaga?“ Þor-
móðr sagði: „Var ek með þeim í bardaga er betr hpfðu.“lð
Ekki virðist auðsætt hvernig þessum tveimur söguatriðum hefur
verið háttað í Elztu sögu af Ólafi helga, — eða hvort þau hafa verið
þar hæði. Nú er vitnisburði Helgisögunnar svo farið að því er til
fyrra atriðisins tekur, að tvennt og jafnvel fleira gæti verið til um
uppruna þess — samkvæmt því sem sennilegast er talið um tengsl
Fóstbræðra sögu við sögur af Ólafi helga:
a) Atvikið er í gerð Helgisögunnar líkt því sem verið hefur í
Elztu sögu og er það þá höfundur Fóstbræðra sögu sem hefur fengið
hugmyndina úr Elztu sögu en gjörbreytt atvikinu fyrir áhrif af
Píslarsögunni.
15 Útg. Johnsens, 87—88.
16 Útg. Johnsens og Jóns Helgasonar, 582—583.