Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 137
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR III
133
anjara, þar sem um það er rætt í hálfgerðu skopi, að einhver sé af
þiðrandaætt. Loks segir svo Austur-Húnvetningur frá skagfirzkum
karli, sem setzt hafði að vestan Vatnsskarðs. Karl þessi átti tvo hesta,
ókyrra mjög og pratalega, og kallaði hann þá Flosa og Þiðranda.
Hér er sýnilega um nokkurs konar orðaleik sérnafna og samnafna
að ræða, sbr. að flosi er hæði til sem eiginnafn og samnafn og tákn-
ar þá fljótfæran eða flysj ungslegan mann. Svipuðu máli gegnir efa-
lítið um þiðranda.
Auðsætt þykir mér af því, sem hér hefur verið rakið, hvað eigin-
nafnið Þiðrandi hefur merkt, og kemur það nokkuð heiin við skýr-
ingartilgátu Hollhausens. Þiðrandi er sýnilega lh. nt. af lýndri sögn,
*þiðra, sem hefur merkt ‘að hreyfast eða snúast hratt’. So. ,lþiðra
virðist mynduð með stofnhljóðstvöföldun á líkan liátt og daðra og
titra og gæti svarað til gr. titráð ‘bora’ og er líklega í ætt við ísl.
þráður, þ. drehen ‘snúa’ (< *þréjan) o. s. frv.7
Dobía, dubbíó, dibbíö
Mörg tökuorð hafa borizt inn í íslenzkt mál síðustu aldirnar, og
er stundum erfitt að rekja uppruna þeirra og feril. Ber hvorttveggja
til, að allmjög skortir á, að til séu rækilegar orðabækur um við-
komandi tímabil í sögu þeirra grannmála okkar, sem helzt hafa miðl-
að okkur tökuorðum, og eins kemur það ósjaldan fyrir, að lánsorð
þessi finnast ekki í eldri heimildum íslenzkum, stundum aðeins í
nútíma-talmáli, enda þótt þau hljóti að eiga sér lengri sögu.
Flestir kannast við kvk-orðið dobía ‘mikið af e-u’; skárri er það
nú dobían. Engar gamlar heimildir eru til um þetta orð, og ekki höf-
um við rekizt á það í þeiin 19. aldar bókum, sem við höfum orðtek-
ið. Svo virðist þó af þeim heimildum, sem fyrir hendi eru, mest úr
7 Meðan þessir þættir voru í prentun, bárust okkur fregnir af so. þiðra úr
Borgarfirði vestra. Björn Blöndal, Laugarholti, greindi frá því, að hún hefði
þekkzt þar um slóðir f svipaðri merkingu og jiSra; láttu brýrnið aðeins þiðra
við Ijáinn, þ. e. ‘strjúktu því létt og hratt’; hann var að þiðra við hana, þ. e.
‘stíga í vænginn við stúikuna’.