Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 62
60
HALLDÓR HALLDÓRSSON
Sýnt er, að orðið kvislir merkir hér ‘skyldmenni, frændur’, og má
í því sambandi leiða Völsungasögu til vitnis, en þar segir svo:
enn opt verdu ver konurnar riki bornar af ydru vallde. Nu eru
minir frendr allir daudir, ok mantu nu einn vid mik rada.10
Síðar verður þessara notkunarbrigða orðsins belzt vart i kristi-
legum bókmenntum, og að líkindum er þar að minnsta kosti á stund-
um um Biblíuáhrif að ræða.
í Lilju segir svo:
Remman brast af rót í kvistu.11
Höfundur mun vilja segja með þessu, að syndin hafi dreifzt frá
Adam og Evu til afkomenda þeirra.12
Merkingunni ‘ættkvísl’ skýtur síðar upp í grallaranum:
Þu er Jacobs Stiarna
og Israels kuist
sem Balaam sagde fyrer vist.13
Ilér er um að ræða endursögn úr Biblíunni (IV. Mós. 24, 17).11
Samsvarandi orð í skyldum málum, t. d. sænsku, hafa sömu merk-
ingu í kristilegum ritum.
5) Frá síðari öldum eru dæmi þess, að orðið kvistur sé haft um
ýiniss konar fiskafurðir eða fiskhluta, svo sem ‘þunnildi’, ‘sundmaga’
og ‘linakkakúlu’. Elzta dæmi þessara merkinga er frá fyrri hluta 17.
aldar:
10 Vglsunga saga ... udgivet for Samfund til Udgivelse af gammel nordisk
Litteratur ved Magnus Olsen (Kpbenhavn 1906—08), 102.
11 Den norsk-islandske Skjaltledigtning ... ved Finnur Jónsson (Kfibeiiliavn
1912—15) 15 11, 395. FJ befir hér furiS eftir texta Bergsbókar og AM 720 a VIII,
sbr. A II, 369, enda er ekki annað sýnna en þessi handrit geymi hér réltan lexta.
12 FJ þýðir línuna svo: „Den bilre synd spredtes fra roden til grenene" (Skj.
B II, 395).
,;l Gradvale. Ein Almenneleg Messusöngs Bok saman teken og skrifud ... af
If. Gudbrand Thorlaks syne ... (Hólar 1594), Dd III v. (OII).
14 í nýjustu Biblíuþýðingunni er þetta orðað svo: „Stjarna rennur upp af
Jakob, og veldissproti rís af Israel.“ Hebreska orðið, sem í grallaranum er þýlt