Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 114
BJARNI EINARSSON
Frá Þormóði, kappa hins helga
Olafs konungs
Fóstbræðra saga endar á þessum orðum: Ok lýkr hér frásggn
þeiri er vér kunnum at segja frá Þormóði, kappa hins helga
Oláfs konungs. Þetta er texti Hauksbókar og ekki víst hvort orðin eru
söguhöfundar sjálfs, en hitt virðist vafalítið að hann hafi vitað
meira um Þormóð en nú verður ráðið af sögu hans og þá ekki síður
um Ólaf konung.
Þó að svo kölluð Elzta saga af Ólafi helga sé nú eigi nema fáein
brot má sjá af þeim og afsprengi hennar, Helgisögunni svo nefndu,
að þar hafa verið furðumiklar frásagnir af Þormóði skáldi (einnig
sagt tiltölulega mikið frá nokkrum öðrum íslendingum) og hafa
þessar frásagnir að mestu verið aðrar og jafnvel ósamræmanlegar
Fóstbræðra sögu.1
Nú hefur Sigurður Nordal eins og alkunnugt er fyrir löngu tekið
af öll tvímæli um að Elzta sagan og Fóstbræðra saga séu hvor ann-
arri óháðar og hann hefur bætt við síðar að höfundi Fóstbræðra
sögu hlj óti að hafa verið kunnugt um tilveru Elzta sögu þó að hann
hafi eigi haft hana þegar hann skrifaði sína bók, og sameiginlegt
efni þessara sagna hafi ekki verið nema nokkur höfuðatriði um Þor-
móð á Stiklastöðum, tengd fáeinum vísum hans.2
í þeim átta brotum sem varðveitt eru af Elztu sögu sjást nú eigi
1 Otte brudstykker af den œldste saga om Olav den hellige, udg. ... ved Dr.
Gustav Storm (Christiania 1893), einkum 2. blað; Helgisagan: Olafs saga hins
helga, utgit ... ved 0. A. Johnsen (Kristiania 1922).
2 Sigurður Nordal, Om Olaf den helliges saga (K0benhavn 1914), 142—154,
íslenzk fornrit VI (Reykjavík 1943), bls. lxx—lxxvii; enn fremur „Sagalittera-
turen,“ Nordisk Kultur VIII:B (1952), 238.