Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 24
22
BALDUR JÓNSSON
a. m. k. er eðlilegast að gera ráð fyrir því. Bendir allt til þess, að það
sé mj ög gamalt örnefni. Samsetningarnar Olfusvatn og Ölfusá koma
báðar fyrir í elztu ritum (íslendingabók og Landnámabók) og verð-
ur ekki betur séð en Ölfus sé þá orðið óskiljanlegt orð.
Ef það hefir verið gegnsætt og auðskilið öllum í fyrstu, verður að
ætla því nokkra áratugi a. m. k. til að breytast svo, að það verði öll-
um mönnum framandi. — Ólíklegt er, að það hafi verið óþekktrar
merkingar, er það varð örnefni á íslandi. En ef svo hefir verið, kem-
ur varla annað til greina en það sé fornt örnefni, sem flutzt hafi með
landnemum. — Loks er hugsanlegt, að nafnið hafi í upphafi skilizt
af sumum, en ekki öllum, en slikar aðstæður voru tæpast fyrir hendi
nema á landnámsöld. — Ég mun því hafa fyrir satt, að Ölfus sé eitt
af elztu örnefnum á íslandi, nokkurn veginn jafnaldri byggðarinnar
í landinu.
Nafnið Öljus er nú langoftast ritað svo og fram borið [ölvYs]. Til
mun þó vera framburðurinn [ölvcs], ritháttur Ölves, a. m. k. var
svo til skamms tíma.50
Eitt hið fyrsta, sem forvitni vekur, er, hver muni vera uppruni
ö-hljóðsins i þessu orði. Þar er um tvennt að velja:
A. ö < 9 < a («- eða w-hljóðvarp)
B. ö < 0 < e eða 9 (u- eða w-hljóðvarp)51
Venja er að rita 0 í þessu orði í textaútgáfum og öðrum ritum,
þar sem forn stafsetning er samræmd. Flestir skýrendur hafa líka gert
ráð fyrir A-lausninni og engum nema Helga Pjeturss og Halldóri
Halldórssyni dottið hin leiðin í hug. Það væri auðvitað ómetanlegt
að fá úr því skorið, hver uppruni ö-hljóðsins er, með því að athuga
vandlega fornan rithátt. Skal nú horfið að því, þótt ekki sé hægt að
treysta því fyrirfram, að óyggjandi niðurstaða fáist.
Elzta handrit, sem varðveitir nafnið Ölfus, er ÁM 645 4to (eldri
50 Sigíús Blöndal, íslensk-dönsk orSabók (Reykjavík 1920—24), 1002.
51 0 er aS vísu margvíslegs uppruna, en í þessu orði kemur varla annað til
greina en varahljóðverpt e eða 9.