Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 37
OLFUS
35
bro. Fram yfir miðja 19. öld þekki ég ekkert dæmi þess, að os hafi
verið kk. eða samkyns í sænsku. Þess verður ekki vart á prenti fyrr
en 1858 og þá í orðasafni um mállýzku á Hallandi, sem áður var
danskt land.100 Eina dæmið, sem nefnt er, er frá syðsta hluta Hal-
lands („söder om Laga án“).
Rietz telur os vera karlkyns, en bætir þó við, að það sé hk. í nokkr-
um mállýzkum.101 Orðið áros telur Rietz einnig kk., en bákkos og
kállos hins vegar hk. Engin dæmi nefnir hann um notkun þessara
samsetninga. — Þessi vitnisburður er athyglisverður. Hér er um að
ræða helztu orðabókina, sem enn er til um sænskar mállýzkur, og sá,
sem styðst eingöngu við hana, fær þá hugmynd, að os sé jöfnum
höndum kk. og hk. i sænskum mállýzkum og þó öllu freinur kk. (eða
samkyns), eins og dæmið bendir til, hið eina, sem tilgreint er. Nán-
ari athugun leiðir hins vegar í ljós, að þetta eina dæmi er hrein und-
antekning frá reglunni. Það er ekki einu sinni venja, að os sé sam-
kyns á Hallandi, heldur hk. Orðabók Rietz er því eins villandi og
verða má í þessum efnum.
Ég hefi athugað mörg orðasöfn um einstakar sænskar mállýzkur,
og var orðið os að finna í flestum þeirra eða 10 alls. í 8 af þessum
orðasöfnum er os talið hk., en kk. í tveimur. Annað þeirra er áður-
nefnt orðasafn Möllers. í hinu er os talið kk., en kállos hk. Orðin
eru fengin úr sænskubyggðum Finnlands, en dæmi eru ekki sýnd.102
loo p Möller, Ordbok öfver hallandska landskaps-málet (Luml 1858), 139.
101Johan Ernst Rietz, Ordbok öfver svenska allmoge-spráket (Svenskt dia-
lekt-lexikon), II (Lund 1867), 490.
102 Herman Vendell, Ordbok över de östsvenska dialekterna (Skrifter ut-
gifna af Svenska litteratursallskapet i Finland, 64, 71, 75, 79; Helsingfors 1904
—07), 677 og 524.
Orðasöfnin 8 eru sem hér segir: 1. Johan Götlind, Vastergötlands folkmðl,
I A (Skrifter utgivna av Kungl. Gustav Adolfs akademien för folklivsforskning,
VI; Uppsala 1940—41), 179. 2. Herman Hofberg, Allmoge-ord i Vestra Nerikes
bygdemál (Föreningens för Nerikes folksprák och fornminnen verksamhet 1859
—60; Orebro 1861), 56. 3. Joh. Kalén, Ordbok över Fageredsmálet (Göteborgs
kungl. vetenskaps- och vitterhets-samhalles handlingar. Fjarde följden. XXIV;
Göteborg 1923), 234. 4. Pontus Leander, Ordlista över Holsljungamálet (i Kinds
hiirad, Vastergötland) (Göteborgs kungl. vetenskaps- och vitterhets-samhalles