Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 51
OLFUS
49
A Heiðmörk stendur lítill bær við Raumelfi, sem heitir Elverum.
En í fornnorskum ritum er þessi staður kallaður Aljarheimr. Landið
milli Gautelfar og Raumelfar hét Alfheimar, um það hil er sögur
hófust. Sophus Bugge setti fram þá skýringu, að alfar væri forn
eignarfallsmynd orðsins elfr, sem upphaflega hefði verið j-stofn, og
alf- væri hinn óhljóðverpti stofn sama orðs í Alfheimar.' *'0 Bugge
nefnir einnig fjögur eftirtektarverð dæmi um bæjarnafnið Alfheimr
eða -heimar. Þrjú þeirra (nú Alvurn) eru við Raumelfi og eitt (sem
Bugge nefnir Alfvum, en nú er ritað Alvhem) rétt við Gautelfi.141
Sú kenning Bugges, að alfar sé forn eignarfallsmynd af elfr, hefir
hlotið mikið fylgi og er víða sett fram í handbókum.142 Til eru þó
fræðimenn, sem vilja ekki fallast á, að elfr hafi nokkru sinni verið
í-stofn.143
011 þessi nöfn eru þannig í sveit sett, að ekkert er eðlilegra en
tengja þau við orðið elfr, sbr. nafnið Árlieimar í Hervarar sögu og
norska bæjarnafnið Áeirn < *Áheimr,14i sem eru samsvarandi
myndanir. Hygg ég því, að skýring Bugges sé rétt að því leyti, að
alfar sé ef. af elfr (alfr) og alf- stofn sama orðs. En í stað þess að
gera ráð fyrir óhljóðverptum myndum og breytingu á beygingu
orðsins eljr þykir mér líklegra, að hér sé um að ræða fornan vitnis-
140 Sophus Bugge, „Blandede sproghistoriske Bidrag", Arkiv for nordisk Filo-
logi, II (1885), 209—211.
141 Nafnið Alvhern (í Skepplanda sókn á Vestur-Gautlandi) er skýrt öðru-
vísi í SOA, II, 72. Þar er forliðurinn talinn vera orðið alv ‘jord under matjorden’
(sbr. bls. 38 hér að framan). Skýringar Bugges er ekki getið.
142 Noreen, Altisl. Gr.4, 265; Ragnvald Iversen, Norr0n grammatikk (6. útg.;
Oslo 1961), 80; E. Wessén, Svensk sprákhistoria, I. Ljudlára och ordböjnings-
lára (Stockholm Studies in Scandinavian Philology, XVII; 5. útg.; Stockholm
(Lund) 1958), 18; Alexander Jóhannesson, Islándisches etymologisches IFörter-
buch (Bern 1956), 41; Leiv Ileggstad, Gamalnorsk ordbok (Oslo 1930), undir
Aljarhcimr; sjá einnig Ivar Lindquist, „Oðnemæ scoghær", Namn och bygd,
XXIV (1936), 204.
143 Natan Lindqvist, Stort och smátt i sprákets spegei (Uppsala 1927), 29—
48; Lars Ilellberg, „Inbyggarnamn pfi -karlar ...“, 103 nm.
144 Sbr. Norske Gaardnavne, XIII. Romsdals Amt (Kristiania 1908), 8; sama
nt, Forord og Indledning, 41.
ISLENZK TUNCA 4