Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 70
HALLDOK HALLDORSSON
að sem safnheiti af kvistr, sbr. t. d. eski af askr, en oft eru hvorug-
kenndir ia-stofnar í nánum tengslum við sagnir, og er stundum vant
að sjá, hvort þeir eru myndaðir af sögninni eða frumorði því, sem
sögn’n er leidd af. Ef um er að ræða til þess að gera ung orð eins og
afkvisti, er allt eins sennilegt, að þau séu mynduð beint af sögn. Þess
ber þó að geta, að orðið afkvistr kemur fyrir í fornmáli.46 Sú vitn-
eskja, sem nú hefir verið greind um merkingarsögu og myndunar-
hátt, gerir það mjög ósennilegt, að orðin kvisti og afkvisti — og þá
jafnframt hálfkvisti og jafnkvisti, ef þau hafa þá nokkurn tíma verið
hvorugkennd, sbr. það, sem síðar verður um það sagt — hafi verið
verknaðarnöfn og táknað athöfnina að ‘(af Ikvista’. Hér við bætist,
að kunnugt er, að af sögnunum voru mynduð önnur orð til þess að
tákna verknaðinn. Eins og áður hefir verið bent á, var verknaðar-
nafnið af kvista að fornu kvisting (sjá bls. 63 hér að framan). Af
sögninni afkvista, sem ávallt mun hafa beygzt sem ó-sögn, er verkn-
aðarnafnið hins vegar afkvistan47 og afkvislun.‘is
Þá er vert að gæta þess, að kyn orðanna hálfkvisti og jafnkvisti
er með öllu óvíst. Þau koma aöeins fyrir í fyrrgreindum orðtökum,
eru þar í þolfalli og geta verið eitt af þrennu:
1) Þf. et. af kvenkynsorði, er heitiö hefði *-kvisti.
4U Dæmið er á þessa leið: mun þat riki ecki langt vera olc öngir afkuistir
munu þar af lifna j þessu lantle. Flateyjarbok (Kristiania 1860—68) II, 299. —
Um myndun hvorugkenndra í'a-stofna af fyrr greindu tæi, sjá Alexander Jó-
hannesson, Die Suffixe im Islandischen, 33. Elias Wessén ræðir samband slíkra
orða við sagnir og farast svo orð (Svensk sprákhistoria II. Ordbildningslara
(Stockholm Studies in Scandinavian Philology XVIII; Stockholm 1958), 35):
Om vid sidan av grundordet finns ell avlett verh, kan det handa, att
den neutrala ia-stammen associeras narmare med detta och framtrader
som en bildning til verbet. SS t. ex. stýri n. till subst. urn. *steurö f. styre
(ty. Steuer) eller (sekundárt) till verbet stýra (rð), lýsi n. belysnings-
medel, lyse till subst. liós n. ljus eller till verbet lýsa (st).
Önnur ísl. dæmi, sem Wessén tekur, eru leiSi ‘byr’, fylgi ‘fylgdarlið’ og viSr-
mœli ‘samtal’.
47 Orðabók Jóns Grunnvíkings (AM 433, fol.).
48 Sigfús Blöndal, íslensk-dönsk orSabók (Reykjavík 1920—24).