Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 48
46 BALDUR JÓNSSON
(dat.).132 Norðmenn og Islendingar kölluðu staðinn Ljóðhús n. pl.,
eins og kunnugt er. Elztu myndir hafa yfirleitt o (sjaldnar u) í öðru
atkvæði, og er því eðlilegast að hugsa sér, að eftirliður nafnsins sé
hið alþekkta orð os n.133 Forliðurinn er árheitið Ljóða. Það er
kunnugt frá 1439: „the jordh, han hær i Lödhisa atte nordhan Liwd-
ho liggiande."1 34 Um legu kaupstaðarins og nafn skrifar Ivar Lun-
dahl:135
Staden lág vid Göta alv pá en holme, som bildades dárigenom att den
nu s. k. Gárdaán före utloppet i álven delade sig i tvá armar, av vilka
den norra numera ár uppgrundad. Pá detta láge syftar áven namnet, som
sákerligen betyder ‘mynningen (mynningarna) av án Liudha’, vilket sist-
námnda namn ár den gamla benámningen pá nuvarande Gárdaán.
A þágufalls- og eignarfallsendingum má sjá, að kaupstaðarnafnið
er ýmist eintölu- eða fleirtöluorð. Ljóðhús er ft., en annars virðast
et. og ft. notaðar sitt á hvað. Astæðan er líklegast sú, að áin Ljóða
féll fyrst í tveimur ósum, en síðar einum í Gautelfi, eins og Lundahl
skýrir frá.
Þegar 1283 er foriiður skrifaður með ö {Lödosia), en sá bókstaf-
ur kemur ekki fyrir í öðru atkvæði fyrr en 1390 ((i) Lödhösa), ef
miðað er við frumrit. í skjali frá 1319 er að vísu ritað Lödösa og
Lödöse 1354 og 1384, en hér er um eftirrit að ræða. Eigi að síður
hyggur útgefandi SOA, II, að Lödhöse sé a. m. k. jafngömul mynd
og Lödhos (bls. 61), en sú skoðun styðst ekki við nein frambærileg
rök. Eins og áður var sagt, kemur öse aðeins fyrir i norskum mál-
132 Um orðmyndir og rithátt má vísa til SOÁ, II (= Ortnamnen i Alvsborgs
lan, II), 62—63.
133 Sumar þessara orðmynda eru latneskaðar (í latínubréfum), en ö var ekki
til í latneska stafrófinu, svo að o gæti þess vegna verið haft fyrir ó'. Þetta er þó
ástæðulaust að óttast hér, því að allt mælir gegn því, að ö sé upprunalegt í
öðru atkvæði nafnsins.
134 Stockholms Jordebok, 89, sjá Nat. Beckman, Vagar och stiider i medel-
tidens Vastergötland. Ett topografiskt-historiskt utkast (Göteborg 1916), 14—
17 og 21.
135 Jvar Lundahl, Det medeltida Vástergötland (Nomina germanica — Arkiv
för germansk namnforskning, XII. Utgivet av Jöran Sahlgren; Lund 1961), 42.