Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 145
DOKTORSVORN
141
grind úr ýtarlegri írásögn. Höf. minnist hvergi á með'ferð Arngríms
á Knýtlinga sögu, sem hefði þó verið nærtækt, þar sem hún er alger
hliðstæða Skjöldunga sögu í þessu riti Arngríms, en þar er þó sá
munur á að hægt er að bera textana saman.
Hér er ekki rúm til að fara út í gagngerðan samanburð á Knýtl.
og texta Arngríms, aðeins fáein dæmi skulu nefnd. Frásögnin af upp-
reisninni gegn Knúti helga og vígi hans tekur yfir 33 bls. í Sggum
Danakonunga,ö en sex hjá Arngrími, en textamagn á blaðsíðu hjá
Arngrími svarar til tæpra tveggja blaSsíðna í útgáfunni af Knýtlinga
sögu. Af Vindlandsherferð Eiríks Sveinssonar er sagt á átta bls. í
Knýtl., en í sjö línum hjá Arngrími; frá bardaganum í Fótvík er sagt
á sex bls. í Knýtl., en á einni hjá Arngrími, og af VindlandsherferS-
um Valdimars Knútssonar er sagt á 25 bls. í Knýtl., en á hálfri þriðju
hjá Arngrími. Af þessu má marka að Arngrímur hefur stytt heim-
ildir sínar um Danasögu ekki síður en í Noregssögunni, og að hann
hefur ekki átt við Supplementum eitt með orðunum sem höf. tilfærir
á bls. 12 og áður var vitnað til.
MeS þessu er vitanlega ekki sannað að Arngrímur hafi farið eins
með Skjöldunga sögu, en hins vegar er ekki hægt að fullyrða fyrir-
fram að hann hafi ekki getað beitt svipuðum aðferðum í þeim köfl-
um Skjöldunga sögu þar sem um lengri og samfelldari frásögn var
að ræða. Þó að Arngrímur tali um hversu mögur Skjöldunga saga
sé á köflum, þar sem hún var ekki nema ættartalan ein, þá er vara-
samt að draga af því ályktanir um aðra þætti sögunnar, þar sem
sýnilega hefur verið annar háttur á hafður. Á því er enginn vafi að
Skjöldunga saga hefur ekki verið samfelld saga með frásögnum um
hvern einstakan konung, heldur að mestu sundurlausir frásagnarkafl-
ar sem tengdir hafa verið saman með ættartölum eða konungaröðum
þar sem lítið eða ekkert hefur staðið nema nöfnin ein. Um þess hátt-
ar beinagrind er eðlilegt að Arngrímur noti orðið compendium, í
andstöðu við Knýtl. sem hafði miklu samfelldari frásögn.
Þrátt fyrir meginkenningu höf., að Arngrímur hafi yfirleitt ekki
fi Spgur Danakonunga, utg. av C. af Petersens och E. Olson (K0benhavn
1919—25).