Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 139
Ú R FÓRUM ORÐABÓKARINNAR 111
135
Verður helzt að gera ráð fyrir, að hér sé á ferðinni lágþýzk mynd af
háþýzka orðinu hauslein ‘lítið hús, kofi’ og sennilegast, að orðið hafi
borizt hingað á þeim tíma, er þýzkir kaupmenn ráku hér enn nokkra
verzlun.
Óráðsía
Ekki eru mörg eða gömul dæmi um kvk-orðið óráðsía í prentuð-
um bókum. Orðið kemur fyrir í Fjölni, V, 1, 102, „vegna fásinnu og
órúðsíu manna,“ og í Ritum Benedikts Gröndals (IV, 349) segir svo:
„Þar var mikið sukk og óráðsía.“ Ýmis yngri dæmi eru um orðið,
bæði úr rituðu og mæltu máli.
Þótt stofn orðsins minni okkur á alkunn íslenzk orð, er endingin
harðla framandleg og vekur grun um, að hér sé um tökugóss að
ræða. En hvaðan er orðið þá runnið? Þeirri spurningu hefur Jón
frá Grunnavík svarað fyrir okkur. í orðabók hans segir svo: „ooraa-
tzija, f. vocula inter plebem aliqvando usitata, idem ac sermo pro-
fluus, ut: Þat vard allt i ooraassiju, res in oratione scil. sermocina-
tione tantum constitit.“ Jón skýrir hér frá því, að alþýða noti stund-
um orðið órássía i merkingunni ‘orðaflaumur eða kjaftæði’; það
varð allt í órássíu, þ. e. ‘lenti í eintómum ræðuhöldum eða orða-
vaðli’. Hér er sem sé á ferðinni latneska orðið oratio ‘ræða, bæn’ og
hefur sjálfsagt komizt inn í íslenzkt alþýðumál af vörum skólapilta
eða lærðra manna. Merkingarþróun orðasamhandsins er ljós og eðli-
leg. Fyrst merkti það einfaldlega ‘allt Ienti í ræðuhöldum, og ekkert
varð úr verki’. Og með því að slíkt rúðslag þótti lítt búmannlegt og
alþýða tengdi fyrri hluta orðsins við kunn íslenzk orð eins og óráð
og óráðsemi, fékk óráðsía merkinguna ‘sukk, eyðslusemi’. Menn litu
og þannig á, að orðið hefði neikvætt forskeyti, <5-, og mynduðu svo
nýyrðið ráðsía sem nafngift á þeim eiginleikum, er hæfa þótlu ráð-
settum mönnum.
ÁSCEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON
OrSabóh Háskóla íslands,
Re-ykjavíh.