Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 69
SITTHVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR
67
Um síðari forsenduna er þetta helzt að segja: Óvíst er, hvort orð-
ið kvisti hefir komið fyrir í fornmáli. 1 Hamðismálum 5 segir svo:
Einstgð em ec orðin
sem ausp i holti,
fallin at frgndom,
sem fvra at qvisti.42
Sophus Bugge hélt því fram, að í þessari vísu væri kvisti hvorug-
kennt safnheiti og merkti ‘safn af greinum’.43 Þessi skýring gelur
verið rétt, en þarf engan veginn að vera það. Orðið kvistur kann vel
að hafa verið notað í safnmerkingu í sérstökum samböndum. Eina
heimildin um orðið kvisti frá síðari öldum, mér kunn, er orðabók
Björns Halldórssonar, en þar segir svo:
Qvisti, n. vid. afqvisti.44
Séra Björn getur vart átt við annað en kvisti jafngildi afkvisti, þ. e.
hafi sömu merkingu. En afkvisti er í orðabókinni sagt merkja ‘af-
höggnar greinar’.45 Og mér vitanlega hefir afkvisti aldrei haft aðra
merkingu en þessa, ef frá er skilið, að það orð hefir verið upp tekið
sem nýyrði í merkingunni ‘græðlingur’ (sbr. Blöndalsbók). Eldra
dæmi um ajkvisti um afhöggvið hrís eða kvisti en áður var nefnt
er að finna í orðabók Jóns Grunnvíkings (AM 433, fol.).
Niðurstöður þær, sem hér hafa verið raktar, um merkingu orð-
anna kvisti og afkvisli, eru í góðu samræmi við það, sem vænta mátti,
ef liöfð er hliðsjón af myndun orðanna. Orðið kvisti gat verið mynd-
42 Norrœn jornhvœSi, 316.
4,1 Bugge farast svo orð (Aarb0gcr jor nordisk Oldkyndighed og Historie
1869, 273):
Alle fortolkere forstá kvisti som dativ af kvistr, men da er entalsform-
en i modsætning til frœndum h0ist páfaldende. Det er dog unpdvendigt
at indsætte kvistum istedenfor kvisti, ti dette kan og b0r vistnok forstáes
som dativ af et samlingsord kvisti af intetkj0n.
Sjá aS öSru leyti skýringar á vísunni Hugo Gering, Kommentar zu den Lie-
dern der Edda II (Halle 1927—31), 395.
44 Lexicon II, 185.
45 ÞýSingin er „sarmenta, ramusculi arborum amputati, afhugne Smaa-
gir]ene“ (sama rit I, 12).