Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 153
DOKTORSVORN
149
hversu stór hafi verið eyða sú sem Arngrímur segir sj álfur að verið
hafi í forriti sínu. Konungaröðin slitnar þar í texta hans, þó að eyð-
an sé að nokkru fyllt með efni úr öðrum heimildum. Nú hefur Arn-
grímur hins vegar konungaröðina óslitna í innganginum að Supple-
mentum og styðst þar við ættartölu í Flateyjarbók, sem vafalítið er
frá Skjöldunga sögu runnin, en hann hefur ekki notað hana til að
fylla eyðuna í Danasögunni. A. Olrik taldi að eyðan í forriti Arn-
gríms hefði náð aftur að upphafinu á sögu Sigurðar hrings; það
sem á undan því stendur í Sögubroti hefði allt verið í eyðunni hjá
Arngrími. Ég ætlaði að eyðan hefði náð skemmra, en Arngrímur
hefði viljandi sleppt frásögnum af ívari víðfaðma og eftirkomend-
um hans, af því að hann hefði ekki talið þá Danakonunga.17 Vand-
kvæðin á þeirri skýringu eru þau, eins og höf. bendir á, að þá er
óskýrt hví Arngrímur tók ekki þetta efni upp í Svíþjóðarsöguna. Höf.
hefur nú tekið upp aftur kenningu Olriks og stutt hana nýjum rökum
að nokkru, og verður ekki annað sagt en að hann hafi mikið til síns
máls. Tvö vafaatriði má þó benda á: (1) Höf. telur að Arngrímur
hafi notað ættartölurnar í Flateyjarbók í lok eyðunnar, en ]iá er
manni spurn hví hann tengdi ekki konungaröðina saman, sem hefði
mátt gera með einni eða tveimur setningum. (2) Arngrímur notar
klausu úr fyrri hluta Sögubrots,18 um Álfheima og ættfærslu Álf-
hildar, en hún hefði átt að standa í eyðunni, ef kenning Olriks og höf.
er rétt.
Nú heldur höf. því fram að Sögubrot sé ekki óblandaður texti
Skjöldunga sögu, heldur aukinn fornaldarsöguefni á 13. öld, og virð-
ist mér hann hafa rennt nokkrum stoðum undir þá skoðun, þó að
naumast verði hún sönnuð; a. m. k. er torvelt að fullyrða hversu
miklu hafi verið bætt við. En sé svo, er vitanlega rétt, eins og höf.
tekur fram, að ekki er unnt að staðhæfa hvað staðið hafi í upphafleg-
um texta Skjöldunga sögu, og þá verður í rauninni ókleift að álykta
neitt með vissu um eyðuna í forriti Arngríms.
Hitt er svo fremur orðalagsatriði hvort rélt sé að tala um tvær
17 Bibl. Arnam. XII 239—241.
,8Spgur Danakonunga 154-7; sbr. llm Skjöltlungasögu 100.