Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 73
SITTHVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR 71
kannaður sá kostur að skýra orðtökin með hliðsjón af merkingu
orðsins kvistur.
*
Áður en lengra er haldið og rætt verður, hver merking orðsins
kvistur eða -kvisti helzt komi til greina við skýringu orðtakaafbrigð-
anna, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, í hvers konar sambönd-
um orðasambandið komast í er og hefir verið notað og hver merk-
ing þess er. Ollum orðtakaafbrigðunum er þetta samband sameigin-
legt, og verður að gera ráð fyrir, að það sé upprunalegt í þeim. Forn-
ar orðabækur eru fáorðar um orðasambandið komast í, og styðst ég
því aðallega við síðari alda mál, einkum nútímamál, í athugunum
mínum á því. Merkingar orðasambandsins eru m. a. þessar:
1) geta rúmazt í, t. d. komast í skó, flík o. s. frv.,
2) verða að e-u, t. d. komast (upp) í vana,
3) lenda í e-u, t. d. komast í lífsháska, vandrœði o. s. frv.; hœg-
ara er um að tala en í að komast; auk þess í ýmsum orðtökum, t. d.
komast í hann krappan,15 4
4) komast að, ná e-u marki; liðurinn, sem stjórnast af í, táknar
þá markið, sem náð er eða að var keppt; hér er um mjög víðtækt
svið að ræða, markið getur verið af margs konar tæi, og er því rétt
að skipa þessum lið í undirflokka:
a) ná algerlega hlutrænu marki, sbr. t. d. komast í œti; j>egar
hrafn kemst í dautt hrœ,55
b) öðlast e-ð hugrænt, sbr. t. d. komast í vinfengi, kunningsskap,
kœrleika við e-n,66
c) ná einhverju magni, einhverri tölu, röð (og er þá orðið, sem
stjórnast af í, stundum í breyttri merkingu: ‘tign’, ‘eign’), sbr. t. d.
54 f fornmáli hefir sennilega verið sagt koma í í þessum samböndum, sbr.
hottizst alldri j iajnnkrappan stad komit hafua. Flateyjarbok I, 3X1; ok þykk-
isk Kjartan aldri komit haja í jafnrakkan stað fyrr. Islenzk fornrit V, 117. Sjá
Ilalldór Halldórsson, íslenzk orStök, 45 og 139.
BB lslenzkar þjóSsögur og œfintýri I, 616.
BB Síðast greinda sambandið er fornt, sbr. Flateyjarbok II, 60.