Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 55
OLFUS
53
og nú, en mörkin voru þó óljós, meðan byggðarnöfn voru að festast
í sessi. Grafningurinn var nafnlaus sveit fram eftir öldum, ef svo má
að orði komast, og náði þá Öljuss-naíniS einnig til þess svæðis, ef
svo bar undir. Vatnið að norðan og áin að austan voru síðan kennd
við þessa sveit, Oljuss-vatn, Oljuss-á.1 r‘<! Orðið Öljusingur er leitt af
sveitarnafninu og hefir aldrei merkt annað en ‘maður úr Olfusi’.
Nafnið Öljus er samsett úr stofni orðsins elfur og hvorugkynsorð-
inu ös ‘ós, mynni’. Bæði orðin mega teljast austurnorræn og eru vel
þekkt úr Suðaustur-Noregi og Vestur-Svíþjóð, en samsetningin eljös
n. (no. elveos, sæ. máll. álvos) er alveg sérstaklega bundin við þá
landshluta. I fornöld hefir útbreiðslusvæði hennar afmarkazt í stór-
um dráttum af Gautelfi, Raumelfi og Klarelfi, og þaðan hefir orðið
borizt til íslands með innflytjendum á landnámsöld.
Óvíst er um framburö þess á elzta stigi, en allmiklar líkur benda
til, að fyrra sérhljóðið hafi fremur verið a en 5, þegar nafnið barst
til íslands, og hafi oröið til við mikla opnun ^-hljóðsins (e. t. v. á
undan þykku Z-i). Slíkur framburður er til miðsvæðis milli elfanna
þriggja, og er ekki ólíklegt, að hann sé leifar ævaforns framhurðar,
sem hafi verið eitthvað úthreiddari á þeim slóðum um 900.
Institutionen för nordiska sprák,
Göteborgs universitet,
Gautaborg.
lr,BSbr. rithætti íslemlingabókar (sjá bls. 25 hér að framan). Eðlilegast væri
að skrifa nöfnin með tveimur s-um samkvæmt uppruna. í þessari ritgerð er þó
fylgt ritvenju.
Einhverjum kann að þykja það langsótt, að Oljusd ltafi haft frummerkinguna
'áróssá’. Það eí þó ekki fráleitara en nafnið Aaroselvcn í Noregi (Rygh, Norske
Gaardnavne, V (1909), 346). Annars geri ég ekki ráð fyrir, að Ölfusá liafi nokk-
urn tímann merkt ‘áróssá’. Ég hugsa mér, að Ölfus ltafi verið orðið óskiljanlegt
nafn, þegar heitið Ölfusá varð til.