Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 50
48
BALDUR JÓNSSON
!
< ^lfös verður e. t. v. ekki afsönnuð, en því verður ekki á móti mælt,
að meiri líkur studdu forliðinn *alf-, og dugir ekki að skjóta sér
undan þeirri skyldu að leita skýringar á því.
Athugull lesandi mun hafa veitt því eftirtekt, að sænska orðið
cilvos er ýmist borið fram með [æ] eða [a]. Um hið síðarnefnda
voru lalin 5 dæmi hér að framan (bls. 42—43), öll úr hréfum hr.
Brobergs, þ. e. nr. 10, 11, 12, 13 og 18. Öll þessi dæmi eru frá suð-
vesturhluta Vermalands, Nordmarks hd og Jösse hd, sem liggja að
landamærum Noregs og Svíþjóðar. Aðspurður um þennan a-fram-
burð svaraði hr. Broberg á þessa leið í bréfi sínu 6. febrúar 1963:
Betráffande alvos med öppet a fár man vál tolka a-et som nppkommet
genom en öppning av æ till a. Inom ett omráde i sydvástra Vármland ha
vi denna övergáng i en mángd ord framför tjockt ], r och, i större ut-
stráckning án i Vármland i övrigt, framför snpradentalcr (kakuminaler).
... Ett mindre antal exempel pá sádan öppning anföres av Kallstenius
i Vármlands svenska dialekter, Svenska Landsmál h. 175, sid. 92f.
Slíka opnun var ekki að finna í dæmunum úr Bohusléni. Sums
staðar í þeim landshluta virðist þó vera til óvenjuopið e í alv.lss
Austanfjalls í Noregi er e miklu opnara á undan þykku l-i en vestan-
fjalls á undan tannmæltu l-i, t. d. í orðinu e/u.130 En ekki hefir mér
tekizt að afla upplýsinga um það, hvort a-framburðurinn vermlenzki
er einnig til handan landamæranna. Er mjög líklegl, að svo sé, en
óvíst, hve langt hann nær inn í Noreg. Það er eftirtektarvert, að
dæmin um álvos hafa fundizt miðsvæðis milli elfanna þriggja, og
mjög opið e í alv auk þess í útjaðri aðalsvæðisins. Óvíst er með öllu.
hve gamall a-framburðurinn er, en ýmislegt þykir mér gefa vísbend-
ingu um, að hann kunni að vera ævaforn og hafi verið útbreiddari
en hann er nú.
138 Institutet för ortnamns- och dialektforskning i Göteborg hefir þrjú dreifð
dæmi um þetta, eitt frá Lane-Ryr, Lane hd, annað frá Gullholmen, Orust,
Vástra hd, hið þriðja frá Ytterby, Inlands södra hd. Óvíst er, að neitt sé leggj-
andi upp úr þessum dreifðu dæmum. — Dósent Verner Ekenvall og fil. mag.
Ilugo Karlsson hafa látið mér þessa vitneskju í té.
139 Heimild: lektor Ivar Orgland, Lundi.