Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 78
76 HALLDÓR HALLDÓRSSON
að kaupstaðabúar vorir gætu komist dálítið betur í álnir enn
orðið er.08
Þótt dæmið sé svo ungt, er ekkert því til fyrirstöðu, að orðasam-
bandið sé allgamalt í málinu, þar sem almennt er kunnugt um merk-
inguna ‘eign’ á 16. öld og í sérstökum samböndum á 14. öld.
Merkingarþróun orðsins alin (öln) hefir þá orðið þessi: ‘líkams-
hluti’ (sem mál er miðað við) > ‘mælieining’ > ‘verðeining’ >
‘eign’.
Það er alkunna, að orð, sem tákna ‘grein’, ‘stafur’, ‘prik’, hafa
fengið merkinguna ‘ákveðin mælieining’ í skyldum málum íslenzku.
í íslenzku er fátt um þetta. Það væri þá helzt orðið stika, sem í raun-
inni merkir ‘stöng’. Þá má geta þess, að orðið timbr kemur að fornu
fyrir í merkingunni ‘40 skinn’, sbr. t. d.:
þér skuluð þiggja af mér xl serkja grárra skinna, en v timbr
eru í serk, en xl skinna í timbr.09
Ur skyldum málum mætti nefna orð, sem samsvara ísl. sneis og
völur. Bæði þessi orð eru kunn úr fornu máli, en ekki verður þess
vart, að þau hafi verið notuð um mælieiningar í íslenzku. Orðið
sneis er rótskylt sögninni sneiða og nafnorðinu sneið og mun í fyrstu
(OH). Aður er minnzt á samböndin jríSar úlnir og kvikar álnir, sem eldri dæini
eru um (sjá bls. 75).
08 Fjölnir I (1835), 70 (OH).
09 Spgur Danakonunga ... utgivna ... av Carl av Petersens ocli Emil Olson
(K0benhavn 1919—25), 204. — Þessi merking samsvarandi orðs er kunn úr nor-
rænu málunum, jiýzku og ensku. Hellquist farast svo orð um merkingarþróun-
ina (Svenslc etymologisk ordbok, 1186): „Sákerl. ss. en engelsk förf. uppger ár
1597: sá máuga skinn som inneslötos inom tvá timmerbráder, pá vilket sátt
köpmánnen brukade transportera skinn o. pálsverk."
Sam Owen Jansson ræðir sæ. timmer í þeirri merkingu, sem hér er vikið að, í
Nordislc kultur XXX, 37, og telur það orð til sams konar orða um mælieiningar
og hér verður rætt um. Ilann segir: „Ordet hör till den kategori av máttsord - -
bast, klove, snes, val, várda -— vilka ursprungligen beteckna ett föremál, med
vars tillhjálp ett visst, hávdvunnet antal enheter av varan sammensáttes till en
störra enhet.“ Af greininni sést, að bókin, sem IJellquist vitnar til, er De ver-
borum significatione eftir John Skene.