Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 67
SITTHVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR 65
láta mann eigi komaz meir enn í hálfan qvist vid þenna mikla
bústarfs mann.31
Það afbrigðið, sem nú er algengast og mest líkist því, er síðast
var greint, er komast ekki í hálfkvisti við e-n (e-ð). Elztu dæmi þess
eru frá 18. öld. Verða þau nú rakin, en jafnframt nokkur fleiri frá
19. öld:
haalf-qvisti, etiam vulgö dicitur pro dimidia operis impletio;
ut at komast ej i haalfqvisti vid hiii, non dimidium ac alter,
efficere posse; sed corruptum videtur esse ab haalf-kostu (di-
inidium valorem).32
Ilálf-qvisti, n. ramuli, smaa Grene. At komaz ecki í hálfqvisti
vid einn, multis parasangis inferiorem esse, staa langt tilbage
for En.33
hvort það góða . . . kemst í hálfkvisti við það illa.34
komst engin af hirðmeyjunum í hálfkvisti við hana í skrauti og
fataprýði.35
Oehlenschláger ... kemst ei í hálfkvisti við Tegnér.30
Enn eitt afbrigðið er komast ekki í jafnkvisti við e-n (e-ð). Elztu
dæmi þessa afbrigðis eru frá síðari hluta 18. aldar, en einnig kemur
það fyrir á 19. og 20. öld:
Ilardindi ársins 1605 komuz at spnnu ecki i j afnqvisti vid þau
fyrifarandi.37
At gagnsmunir nauta- og saud-aflans kynnu at komaz í jafn-
qvisti eda jafnvægi vid gagnsmuni kornyrkiunnar.38
31 Fáeinar Skíringar-greinir um Smi0r og Ostabúnad á Islandi, framsettar af
Olaus Olavius (Kaupmannahöfn 1780), 15 (OH).
32 Orðabók Jóns Grunnvíkings (AM 433, fol.).
33 Lexicon islandico-latino-danicum Biörnonis Haldorsonii I, 322.
34 Skrijarinn á Stapa. Sendibréj 1806—1877. Finnur Sigmundsson bjó til
prentunar (Reykjavík 1957), 57 (frá 1830) (OH).
35 Benedikt Gröndal, Ritsajn II ... (Reykjavík 1951), 143 (011).
38 Gísli Brynjúlfsson, Dagbók í Höfn. Eiríkur Hreinn Finnbogason bjó til
prentunar (Reykjavík 1952), 98 (OH).
37 Rit þess Islcndska Lœrdóms-Lista Felags XIV (1796), 77 (OH).
38 Sania rit, 254 (OIl).
ISLENZK TUNCA 5