Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 138
134
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR III
mæltu máli, að merkingin ‘mikið af e-u’ sé ekki upphafleg og orðið
hafi áður merkt ‘benda, flækja, ruglingur’; netið var var allt í einni
dobíu; í réttinni var allt í einni dobíu, heslar og kindur hvað innan
um annað; línan er ein dobía frá upphaji til enda. Þá eru og til aðr-
ar myndir af orðinu, þ. e. dibbíó og dubbíó; það var verið að gera
hreint og allt í dubbíó, þ. e. ‘á rúi og stúi’; allt er í dibbíó og dubbíó,
‘í óreglu eða ruglingi’.
Ekki hef ég rekizt á neina sennilega fyrirmynd að þessu orðafari
í grannmálum okkar. Mér hefur því helzt komið í hug, að orðið sé í
öndverðu komið úr latínumáli íslenzkra skólapilta og að það sé
latneska orðasambandið in dubio ‘í efa eða óvissu’, sem þarna sé á
ferðinni. Leikmenn, sem heyrðu það og tóku síðan upp, kunna að
hafa hnikað til merkingunni samkvæmt eigin skilningi á þeim að-
stæðum, sem það vísaði til.
Hosiló
Svipuðu máli gegnir um kvk-orðið hosiló og dobía. Um það finn-
ast engin gömul dæmi. Það hlýtur að vera tökuorð og getur þó tæp-
ast verið nýtt af nálinni. Heimildir eru um orðið úr mæltu máli víðs
vegar um land. Algengt var að nota það um kompu eða lítið og lé-
legt herbergi, eins um lítið hús eða kofa, t. d. hjáleigukot eða þurra-
búðarhreysi; nú er glatt á Hjalla í hosiló; hyskið í hosiló; nú þykir
mér hossa í hosiló. Einnig gat það merkt afskekkt herbergi eða út-
skot úr aðalbyggingu. Þá var það og haft um stafnskot fremst í há-
setaklefa eða „rúff“ á bát; bíddu, meðan ég sœlci hnallana fram í
hosiló. Stundum var líka sagt hosuló í sömu merkingu.
E'ns og áður segir, hlýtur hosiló að vera tökuorð, en erfitt er að
rekja feril þess hingað til lands. í józku kemur fyrir orðmyndin
hyssel ‘hreysi’, sem hlýtur að vera af sama toga og íslenzka orðið.
Hitt er þó öllu merkilegra, að álíka orðmynd, höslek, er líka til í
hjaltlenzku og merkir kofa eða verbúð. íslenzka tökuorðið hosiló
getur þó hvorki verið komið af józku né hjaltlenzku orðmyndinni,
heldur mun allt þetta tökugóss runnið frá sameiginlegri uppsprettu.