Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 46
44
BALDUR JONSSON
13. öld. Það virki er nú gersamlega horfið, en nafnið hefir varð-
veitzt á arftaka þess, Nya Alvsborg, frá 17. öld, sem enn stendur á
smáhólma í firðinum (Alvsborgsfjorden) frammi undan árósnum
við innsiglinguna til Gautaborgar (sbr. einnig nöfnin Alvsborgs-
gatan í Gautaborg og Alvsborgs lan). Þar sem nafnið Alvsborg er
venjulega skýrt á annan veg en hér er haldið fram, verður að gera
nánari grein fyrir þessu atriði.
Hjalmar Lindroth benti á það í skýringu sinni, að forliðurinn cilvs-
getur ekki verið ef. af alv, því að þetta orð hafði eignarfallsending-
una -ar, þegar nafnið Alvsborg varð til.120 Nafnið kemur fyrst fyrir
1366 í þýzkum heimildum, þá ritað Eluesborg(h) og Eluesborch.
Síðar eru Eljues- og Elfuis- algengir rithættir. Lindroth vildi skýra
þetta svo, að forliður orðsins væri < *alvöse ‘ármynni’. En -öse
taldi hann sama orðlið sem í kaupstaðarnafninu Lödöse. Orðið öse
er þá talið hvorugkenndur fa-stofn, leitt af ös n. og á að hafa svip-
aða merkingu og það. Þessi skýring hefir síðan verið tekin upp í önn-
ur rit mótmælalaust og hefir jafnvel verið talin alveg örugg.127
Lindroth tekur fram, að forliðurinn í Alvsborg sé hugsanlega
alvos, en taldi, að „Alvos- mindre látt skulle övergá till Alves- án vad
Alvös(e)- skulle göra“.128 Þetta eru þó engin úrslilarök í málinu.
Ef til hefir verið orðmyndin *alvössborg, hefir bæði ö og s hlot-
ið að styttast fljótlega vegna áherzluleysis. Og er þá ekkert eðlilegra
en framhaldið hefði orðið: veiklun hins slutta, áherzlulausa o-s og
síðan brottfall. Þróunin hefir því verið: *alvöss- > *dlvos- > álws-
> alvs-A 20
120Hjalmar Lindroth, „Namnet Álvsborg", sama rit, 121—125.
127 Sjá t. d. Elof Hellquist, Svensk etymologislc ordbok, II, 1435—36; Ort-
namnen i Göteborgs och fíohtis liin, II (Göteborg UJ29), 52; Ortnamnen i Alvs-
borgs tan, I. Inledning av Ivar Lundahl (Stockholm 1948), 16.
128 „Namnet Álvsborg", 124.
129 Hér má einnig benda á svolítinn formgalla á skýringu Lindroths. Ilann
gerir ráð fyrir [>ví, að Álvsborg sé < *Álvös(e)borg eða *Álvosborg. En þar
með hefir hann ekki endurgert upphaflega mynd nafnsins. Þess vegna kemur
það ekki fratn, að *iilvöse og iilvos, sem að sínu leyti eru stofnsamsetningar,
ættu sem forliður í nýrri samsetningu að standa í eignarfalli, en ekki mynda