Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 115
113
FRÁ ÞORMÓÐI, KAPPA HINS HELGA ÓLAFS KONUNGS
aðrar leifar frásagna af Þormóði en lýsing hinnar sögulegu komu
hans til Olafs konungs (sem kemur alls ekki heim við Fbr. sögu);
auk þess er Þormóðar getið þar meðal þeirra manna sem fylgdu 01-
afi konungi í útlegðina. Að öðru leyti verður eins og áður er getið
að styðjast við Helgisöguna, en frásögn hennar af atburðunum á
Stiklastöðum er mjög blönduð efni úr Fóstbræðra sögu. Það efni er
eins og Siguröur Nordal hefur leitt í ljós að miklu leyti auðþekkt
þó að annaö sé stytt og úr lagi fært á ýmsan hátt.
Fóstbræðra saga er merkilega stuttorð um för Þormóðar úr landi
með Ólafi konungi, heimför aftur til Noregs og bardaga á Stikla-
stöðum, — og það svo að útgefendum sögunnar hefur þótt ástæða
til að bæta úr því neðanmáls með stuttu ágripi af því söguefni og
ábendingu á rækilegar frásagnir í konungasögum.3 Um fall kon-
ungs sjálfs er meira að segja aöeins getið meðal annarra orða.4
Ekki getur dulizt að höfundi Fóstbræðra sögu hafi verið kunnugt
um að þegar hafði veriö ritað langt mál um þessa atburði, — hann
hafi mátt ganga að því vísu' að áheyrendur hans eða þeir lesendur
sem hann ætlaði sögu sína, hefðu það rit og þekktu það vel og hann
hafi taliö óþarft að segja meira frá þeim hlutum en honum virtist
mega komast af með vegna sögu Þormóðar. Að vísu er texti Hauks-
bókar yfirleitt styttur, en þó síður í seinna hlutanum og ekki líkur
til að þar hafi verið fellt úr frásögnum svo að nokkru nemi.5
3 Sjá Islenzk fornrit VI, 260.
4 Sama rit, 266—267.
6 Frásögn Fóstbræðra sögu af viðræðu Ólafs konungs og Þormóðar um Sig-
hvat skáld fyrir orustuna á Stiklastöðum er einkennilega áfátt (íslenzk fornrit
VI, 266). Konungr svarar vísu Þormóðar, Þér munlc eðr, unz pðrum ..., og
mælir:
„Sighvati skáldi þykkisk þú nú sneiða, ok þarftu þess eigi, því al
hann myndi sik nú hér kjósa, ef hann vissi, hvat hér væri títt; ok má svá
vera, at hann komi oss at mestu gagni.“ Þormóðr svarar: „Vera má, at
svá sé, en þat liygg ek, at þunnskipat væri þá um merkisstgngina í dag,
ef þann veg hefði margir farit."
Ummæli beggja hljóta að vera torskilin öðrum en þeim sem hafa lesið ein-
hverja Ólafs sögu helga og vita að Sighvatur var í pílagrímsför til Rómaborgar,
og að konungur á við að bænir hans muni koma þeim í góðar þarfir. Ef horið er
ÍSLENZK TUNCA 8