Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 162
158
RITFREGNIR
finna í innri hluta Sogns, á Hörðalandi og Rogalandi, á Vestur-Ögðum, svo og í
Iladdingjadal og Valdres. Breytingin ll > dl er á nokkru minna svæði: Hadd-
ingjadalur og Valdres eru utan þess, og mörkin á Vestur-Ögðum eru nokkru
vestar. En auk þess er svo nokkurt svæði, á Ögðum og Þelamörk, þar sem ll
hefur orðið dd (ef til vill //><//> dd), og rök eru fyrir því, að það svæði hafi
verið stærra áður, náð t. d. yfir Numadal og Haddingjadal. Aðeins strjál merki
er nú að finna um rl > dl, en líklegt er, að útbreiðsla þeirra breytinga hafi
verið svipuð og ll > dl. Loks er breytingin nn > dn (á eftir löngu sérhlj.) á
sama svæði, nema að sunnanverðu liggja mörkin vestar (um Rogaland).
Allar þessar breytingar liafa og orðið í ísl. (nema að nokkru leyti á Suðaust-
urlandi), en aldur þeirra er lítið eitt óviss. Elztu dæmin, sem sýna, að rn og nn
eru fallin saman í ísl. og borin fram dn (á eftir löngu sérhlj.), eru í bréfi frá
1332 (ritað suœirn, Orný f. Sveinn, Oddný). í norsku kemur rn > dn fyrir
1328 (ritað Aatne f. Árne), en elztu dæmin, er sýna, að nn sé orðið dn, eru ekki
fyrr en um 1400 (bls. 97). Um breytinguna rl > dl segir höf. elztu dæmin í
norsku frá snemma á 15. öld (1438), en um breytinguna ll > dl fyrst frá 16.
öld. Þá breytingu vill hann þó telja jafngamla og rl > dl. í ísl. segir hann hins
vegar dæmi um rl > dl frá 1430, en um ll > dl frá 1320 (bls. 95—96).
Að því a. m. k., er ísl. varðar, er hér ekki sagður allur sannleikurinn, einkum
um rl og ll. Dæmi um, að ritað sé ll fyrir rl, t. d. call f. karl, iall f. iarl, er að
finna í ísl. ritum allt frá því um eða skömmu eftir 1200. En vitaskuld segir þessi
ritháttur ekki til um, hvort fram hafi verið borið f 1:] eða [ dl]. Það er fyrst
snemma á 14. öld, að dæmi eru, sem sýna, að fornt ll er borið fram Ldl] (t. d.
rithátturinn Olleijr f. Oddleijr í Ilauksbók), og það er ekki fyrr en snemma á
15. öld (um 1430), að dæmi eru um, að ritað sé rl fyrir fornt ll (t. d. örlungis
f. öllungis). Hins vegar er ritað rn fyrir nn (suœirn f. Sveinn) snemma á 14. öld
eins og áður var vikið að. Ef til vill er þó ekki mjög mikið upp úr þessum
tímamun leggjandi. Hann kann að stafa af því, að breytingin nn > dn var að-
eins sumtæk, en ll > dl altæk, þ. e. a. s. þar sem ll varð ætíð dl, var þeim rit-
hætti haldið á 14. öld, en fyrir dn (< nn) var ritað rn, þar sem nn gat áfram
táknað tn: ], nefnilega á eftir stuttum sérhljóðum. Það má því vel vera, að hæði
karl og kall hafi verið borin fram [kadl] a. m. k. snemma á 14. öld.
Af þessu er ljóst, að engan veginn kemur glöggt fram í heimildum, að breyt-
ingarnar séu eldri í norsku en í ísl. Þannig er niðurstaða höf. (bls. 100), að
nn > dn hafi orðið á 15. öld í norsku, en í ísl. varð hún minnst einni öld íyrr,
eins og þegar var rakið. Og rl, ll > dl kemur ekki fram í norsku fyrr en snemma
á 15. öld, en fyrsta vísi að þeirri breytingu í ísl. er að finna um eða upp úr 1200.
Ef tímasetning þessara breytinga í norsku er rétt, mætti því jafnvel fremur ætla,
að þær hefðu borizt úr ísl. í norsku en öfugt.
Raunar telur höf. sumar breytingamar eldri í norsku en heimildir segja til
um, einkum rn > dn. Vel má vera, að svo sé, en rök höf. fyrir því eru engan veg-