Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 11
OLFU S
9
Þegar Hálfdan á Reykjum talar um kirkju að Úlfljótsvatni, bætir
hann við innan sviga: „í þeim parti sveitarinnar, er Grafningur kall-
ast“ (bls. 59). Og síðar segir hann: „I landnorður undan Ingólfs-
felli og upp með Soginu eru mýrar, þar til byggðin í þeim kjálka
sveitarinnar til tekur, er Grafningur kallast. En í vestur yfir Alfta-
vatn og fyrir norðan Ingólfsfjall [svo hér] liggur vegur fram Grafn-
ingshálsinn og í Ölvesið" (bls. 72). Eftir þessu að dæma er það hið
hyggða undirlendi við Ölfusá, sem Hálfdani er tamt að kalla Olfus.
Þó getur hann notað það nafn um allt landssvæðið, Ölfus og Grafn-
ing, en þá var einnig hægt að tala um Ölfushrepp til að taka af tví-
mæli.
í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, II (Kaupmanna-
höfn 1918—1921), 376, er notað nafnið Aulves sveit um Grafning
og Ölfus. Þegar lokið er jarðatali í Grafningi, er komizt svo að orði:
„Hjer endast Grafníngur, en byrjar sjálft Ölves“ (bls. 389).
Af því, sem nú hefir verið rakið, mætti álykta, að Olfus væri hið
eldra nafn á Grafnings- og Ölfushreppum samanlögðum, en nafnið
Grafningur síðar til komið til að auðkenna nyrðra hluta sveitarinn-
ar.5 Nú er vitað, að þessu hefir einmitt verið svo háttað. Ólafur Lár-
usson hefir sýnt fram á, að Grafningur varð ekki til sem byggðar-
nafn fyrr en um 1500 og getur ekki verið eldra en 1448.6 Það kemur
fyrst fyrir í máldaga frá dögum Stefáns biskups Jónssonar (1491—
1518).7 Ölfus hefir þá í fyrndinni náð yfir það svæði, sem nú deilist
á tvær sveitir, Ölfus og Grafning. Allt það land, sem lá að Þingvalla-
5 Ámi Magnússon dró svipaða ályktun a£ hinu forna heiti Þingvallavatns,
Oljusvatni (sjá K&lund, Bidrap, I, 88—89 nm.). — í lýsingu Árnessýslu frá
1746 eftir Brynjólf Sigurðsson er nafnið Grafningur aldrei notað, heldur aðeins
Oljus, einnig um sveitina norðan Ingólfsfjalls (sjá Sýslulýsingar 1744—1749
(Sögurit, XXVIII; Reykjavík 1957), 80 og 95).
6 Ólafur Lárusson, „Nokkur hyggðanöfn", Árbók Hins íslenzka jornleijajé-
tags, 1933—1936, 108—111; endurpr. í ByggS og sögu (Reykjavík 1944), 280
o. áfr.
7 Diplomatarium islandicum; íslenzkt fornbréfasafn, VII (Reykjavík 1903—
1907), 47.