Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 75
SITTHVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR
73
Hinn fyrri er sá, að kvistur sé safnheiti og merki ‘magn (afhöggv-
inna) greina’. Væri líkingin þá runnin frá afkvistun. Þessari skýr-
ingu svipar til þeirrar, sem ég hélt fram í íslenzkum orðlökum og
minnzt er á á bls. 66 hér að framan. Sá er þó munur, að þar var gert
ráð fyrir, að stofnorð orðtakanna væru verknaðarnöfn, en hér, að
um safnheiti sé að ræða, enda fær hið fyrra ekki staðizt, eins og sýnt
hefir verið fram á (bls. 66—68). Að komast ekki í kvist við e-n ætti
þá að merkja ‘að ná ekki sama magni og einhver við afkvistun’, þ. e.
reynast ekki eins duglegur eða afkastamikil. Ef þessari skýringu er
beitt, er eðlilegra að gera ráð fyrir, að -kvisti í orðunum hálfkvisli
og jafnkvisti sé hvorugkennt safnheiti og þau merki ‘hálft magn
kvista’ og ‘j afnt magn kvista’.
Annar kostur er sá að gera ráð fyrir, að kvistur hafi haft merking-
una ‘eign’ eða ‘mælieining’, og verður þá fyrst fyrir að athuga hið
forna orðasamband í kvikum kvisli, sem áður hafa verið raktar heirn-
ildir um. Segja má, að allt sé á huldu um uppruna þessa orðasam-
bands. Hér skulu nú ræddir þeir kostir, sem helzt virðast tiltækir til
skýringar á því. Bent var á hér að framan (bls. 59—60), að orðið
kvistur hefði þegar í fornmáli verið í myndhverfum samböndum
notað í merkingunni ‘frændlið, afkomendur’ og svipuð merking
kæmi síðar fram í kristilegum ritum. Fremur ósennilegt er, að sam-
bandið í kvikum kvisti eigi upptök í þessari merkingu. M. a. má
henda á, að kvistur í merkingunni ‘afkomandi’ er bundið við skálda-
mál og kirkjulegt mál, en orðasamhandið í kvikum kvisti er húskap-
arlegt eða efnahagslegt hugtak.
Annar kostur er að bera orðasambandið í kvikum kvisti saman við
merkingarþróun orðsins ungviði. Það orð kemur fyrir í Stjórn í
merkingunni ‘ung tré’:
ok gorir sér haal af iurta leinungum ok unguidi.58
Orðahók Háskólans hefir allmörg dæmi um orðið, hin elztu í
nrerkingunni ‘ung tré, ungar jurtir’. Elzta dæmið er frá fyrri hluta
17. aldar:
58 Stjorn, 74.