Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 27
OLFUS
25
fyrir í íslendingabók og Landnámabók, sem auðvitað eru eldri en
AM 645 4to. En öll handrit þeirra eru yngri en 1300, og er því ekkert
á þau að treysta í þessum efnum. Handrit íslendingabókar (ÁM
U3a og 113b fol.) eru m. a. s. frá miðri 17. öld, eins og kunnugt er,
en um þau gegnir nokkuð sérstöku máli. Talið er, að þau séu eftirrit
nijög gamals skinnhandrits, jafnvel frá því um eða fyrir 1200.63
Finnur Jónsson sagði í skýringu sinni á orðinu Oljus, að elzta mynd
þess væri „Olfoss-, þ. e. Öl-foss, um það getur enginn vafi verið“.64
Hér er farið eftir íslendingabók. Bæði handritin hafa Olfoss Q og
Olfoss vatni.65 Hvor samsetning kemur aðeins einu sinni fyrir. /9/
er í þessum handritum oftast táknað með o, en o táknar einnig margt
annað, t. d. /0/ nokkrum sinnum.66 Þess vegna er ekki hægt að
treysta því, að o tákni /9/ í orðinu Ölfus. Rithátturinn bendir þó
óneitanlega meir í þá átt bæði í handritum íslendingabókar, AM
645 4to og jafnvel ÁM 310 4to. í elztu íslenzku handritunum (nema
AM 237a fol.) er o algengasta táknið fyrir w-hljóðverpt stutt a (þ. e.
/9/)-'07
í Landnámuhandritum eru þessir rithættir: Hauksbók, ÁM 371
4to (14. öld): Olfus- (3), Olvvs- (1). í sama handriti er Kristni
saga, og eru þar tvö dæmi: Olfvsi og 0//vs vatn.r,s Sturlubók, AM
107 fol. (17. öld): Aulbus- (1), Olfus- (2), Aulvvs- (1), Aulvis-
(l).°i> Þessa skrá mætti margfalda, en það kemur að litlu haldi. I
63 íslentlingabóc, es Are prestr Þorgilsson g0rþe. Finnur Jónsson lijó til prent-
unar (Kaupmannahöfn 1887), xi.
84 „Bæjanöfn á íslandi", 506.
6r’ lslendínga sögur, I (1843), 364 og 372. Sbr. íslendingabók Ara jró'Öa (fs-
lenzk handrit, I; Reykjavík 1956).
811 Sbr. greinargerð Finns Jónssonar í útgáfu hans, bls. xvii og xix og í „Over-
gangen ...“, 317.
07 ÁM 645 4to er ekki talið með hér. Sjá Herbert Markström, Om utveck-
Otigen av gammalt á jramför u i nordiska sprðk (Skrifter utgivna av Insti-
tationen för nordiska sprák vid Uppsala universitet, II; Uppsala 1954), 131.
68Landnámabólc (1900), 8 og 115; Hauksbók (Kpbenhavn 1892—96), 141—
142. Sbr. Manuscripta Islandica, Vol. V (Copeidiagen 1960).
80 Landnámabók (1900), 133—134, 149, 224.