Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 34
32
BALDUR JÓNSSON
azt vísir að þeim mállýzkumun, er síðar kom betur í ljós í Noregi.84
Einhver munur var orðinn á málfari austan- og vestanf j alls. En flest-
ir landnámsmenn Islands og hinir áhrifamestu komu frá Suðvestur-
Noregi og mjög fáir frá Austur-Noregi.85 Það er því lítil von til þess,
að nú sé hægt að benda á sérstaklega auslurnorrænar (eða austur-
norskar) málsleifar frá landnámsöld nema í mannanöfnum og ör-
nefnum. Eg minni hér á sögnina um Garðar Svavarsson og Náttfara.
011 þessi nöfn ásamt nafninu Garðarshólmr benda til austurnorræns
uppruna.80 í Hornafirði eru til tvö örnefni, Sörkushólar og Fúlginis-
boln, sem gætu bent til austurnorræns málfars á landnámsöld.87
Einnig má minna á austurnorræn bæjarnöfn í Eyjafirði.88 Þetta mál
skal annars ekki rakið hér. Austurnorrænir (og austurnorskir) land-
nemar hafa auðvitað átt sinn þátt í sköpun örnefna. Slík nöfn þurftu
ekki að vera neitt frábrugðin hinum vesturnorrænu (eða vestur-
norsku), en þau hafa hlotið að vera það stundum og var þá hættara
við breytingum og afhökunum. Ég hygg, að Olfus sé einmitt eitt
þessara nafna og skal nú gera grein fyrir því, hvernig ég hefi komizt
að þeirri niðurstöðu.
IV
Hentugast er að taka síðara lið orðsins fyrst til athugunar. ísl.
ós < óss m. ‘mynni, útfall’ samsvarar fær. ósi m., no., dö. og sæ. os
‘mynni, útfall’ o. fl. Þetta orð er ávallt samkyns eða karlkyns í
84 Didrik Arup Seip, Norslc sprákhistorie lil omlcring 1370 ( 2. útg.; Oslo
1955), 59—60.
85 Jón Jóhannesson, íslendinga saga, I (Reykjavik 1956), 32; Magnus Olsen,
Ættegárd og helligdom (Instituttet for sammenlignende kulturforskning. Serie
A: Forelesninger. IX a; Oslo 1926), 223.
8(1 Jón Jóhannesson, íslendinga saga, I, 21.
87 Einar Ól. Svcinsson, Landnám í Skaitajellslnngi (Skaftfellinga rit, II;
Reykjavík 1948), 126.
88 Sjá Margeir Jónsson, Bœjanöfn á NorSurlandi, III. Eyjafjarðarsýsla
(Reykjavík 1929), 49—50.