Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 118
116
BJARNI EINARSSON
Fræðimenn hafa veitt athygli hinni fornu viðleitni munnmælanna
og síðan hinna rituðu sagna af Ólafi helga að líkja honum við Jesú
Krist, og kemur þetta þegar fram í erfidrápu Sighvats.8 Fyrirmynd-
in hefur ekki farið fram hjá höfundi Fóstbræðra sögu og hann hefur
a. m. k. tvisvar sinnum leyft sér að ausa af sama brunni, Píslarsög-
unni. Annað atriðið sem hér er átt við er svo hljóðandi:0
Þat er sagt, at Þormóðr var heldr ókátr um daginn fyrir bar-
dagann. Konungr fann þat ok mælti: „Hví ertu svá hljóðr, Þor-
móðr?“ Hann svarar: „Því, herra, at mér þykkir eigi víst vera,
at vit munim til einnar gistingar í kveld. Nú ef þú heitr mér
því, at vit munim til einnar gistingar báðir, þá mun ek glaðr.“
Óláfr konungr mælti: „Eigi veit ek, hvárt mín ráð megu um
þat til leiðar koma, en ef ek má npkkuru um ráða, þá muntu
þangat fara í kveld, sem ek fer.“
Óþarft mun að benda á fyrirmyndina í Píslarsögunni því að les-
endum hefur vafalausl þegar komið í hug viðræða Krists og annars
illvirkj ans sem krossfestur var með honum:10
Og hann sagði: Jesú, minst þú mín, þegar þú kemur í kon-
ungsdýrð þinni. [Annar leshátlur: þegar þú kemur í ríki þitt].
Og hann sagði við hann: Sannlega segi eg þér: í dag skaltu
vera með mér í Paradís.
Hitt alriðið gerist eftir fall konungs:11
Kona ein vermði vatn í katli til þess at þvá sár manna. Þor-
móðr gengr at einum vandbálk ok styzk þar við. Konan mælti
við Þormóð: „Hvárt ertu konungsmaðr, eða ertu af bónda-
liði?“ Þormóðr kvað vísu:
8 Sjá 22. er.; sbr. formála Bjarna Aðalbjarnarsonar, Heimskringla II (íslenzk
fornrit XXVII; Reykjavík 1945), bls. civ, sjá enn fremur 15. er.
9 íslenzk fornrit VI, 262—264.
10 Lúkas 23:42—43 (Biblía, London 1942).
11 íslenzk fornrit VI, 269—270.