Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 71
SITTHVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR
69
2) Þf. et. (eða flt.) af hvorugkynsorðinu -kvisli.
3) Þf. flt. af karlkynsorSinu -kvistur.
Fyrsti kosturinn kemur vart til greina. AIls ókunnugt er um, aS
kvenkynsorSiS kvisti hafi nokkru sinni veriS til í íslenzku og ekki
verSa fundin merki um samsvarandi orS í skyldum málum. Þá verS-
ur ekki séS, aS til hafi veriS lýsingarorSiS kvistur, sem ætla mætti,
aS slíkt nafnorS hefSi verið leitt af. Samkvæmt þessu verður að
hafna þessum kosti.
Annar kosturinn er sá, sem flestir hafa gripið til við skýringu
orðanna og orðtakanna. Ef þaS er rétt, sem hér hefir verið haldiS
fram, að kvisti hafi ekki verið verknaðarnafn, heldur táknað ‘safn
kvista (hríss)’, ætti hálfkvisti að merkja ‘hálft safn kvista’ og jafn-
kvisli ‘jafnt safn kvista’. Þessi kostur virðist mjög álitlegur, að
minnsta kosti við fyrstu sýn. En á það verður að benda, að sú gerð
umræddra orðtaka, sem fyrst kemur fyrir (komast ekki í kvist við)
gefur tilefni til að athuga, hvort ekki beri að skýra orðin (og þá
jafnframt orðtakaafbrigðin) með hliðsjón af þriðja kostinum, þ. e.
að -kvisti sé þf. flt. af orðinu kvistur.
I fornmáli var orðið kvistur u-stofn og hafði því myndina kvistu
í þf. flt. Ekki verður nú örugglega sagt, hvenær beygingin breyttist.
I Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar mun þf. flt. aðeins vera
kvistu,i0 en í Guðbrandsbiblíu kemur bæði fyrir kvistu og kvisti.5,)
Fram eftir öldum má finna báðar orðmyndir.51 Af málfræði Jóns
Magnússonar (f. 1662, d. 1738) má sjá, að mörg u-stofnaorð hafa
haft tvímyndir á hans tíma.52 Athuga ber þó, að nákvæma rannsókn
49 Jón Helgason, MáliS á Nýja testamenti Odds Gottskcdkssonar (Safn FræSa-
fjelagsins VII; Kanpmanahöfn 1929), 301.
50 Oskar Bandle, Die Sprache der Guðbrandsbiblía (Bibliotheca Arnamagnæ-
ana XVII; Kopenhagen 1956), 242.
51 Kvisti kemur fyrir í Olgeirs rímum danska ejtir Guðmund Bergþórsson
(Reykjavík 1947), XLIV, 24 (OH), en kvistu í Ludvig Holberg, Nikulás Klím.
tslenzk þýðing ejtir Jón Ólajsson úr Grunnavík (1745). Jón Helgason bjó til
prentunar (Islenzk rit síðari alda III; Kaupmannahöfn 1948), 26.
52 Utgáfa af málfræði Jóns Magnússonar birtist í Den islandske grammatiks