Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 39
OLFUS
37
— Ég get bætt því viS, að nokkrir Svíar, sem ég hefi spurt um kyn-
ferSi þessa orSs, hafa annaShvort ekki þekkt þaS eSa taliS þaS hvor-
ugkyns. Ber þannig alll aS sama brunni.
Þessi leit hefir boriS þann árangur, aS fundizt hafa 2 örugg dæmi
um os í samkyni (orSasafn Möllers og Landsm. 1:553), bæSi yngri
en 1850, en gegn þeim mætti á skammri stundu tefla fj ölda vitna um
os í hvorugkyni allt frá 13. öld til þessa dags.
Þessi niSurstaSa er í sjálfu sér ekkerl undarleg, ef þaS er rétt, sem
j afnan er taliS, aS sæ. os, ísl. ós o. s. frv. séu af sama uppruna og lat.
ös n., sanskr. ás n. ‘munnur’, fe. ör n. ‘upphaf, uppruni’. 011 þessi
orS eru hvorugkyns, og þaS er auSvitaS vel hugsanlegt, aS í sænsku
og austurnorsku hafi varSveitzt þaS, sem upprunalegt er. Ég mun
a. m. k. hafa þaS fyrir satt, aS um 900 hafi veriS til í sænsku hvorug-
kynsorSiS ös ‘ós, mynni’.
Enn fremur hygg ég, aS os hafi veriS hvorugkyns austanfjalls í
Noregi lengur en orS Ryghs gefa í skyn. Er jafnvel ekki óhugsandi,
aS svo hafi veriS á landnámsöld, a. m. k. ef þaS hefir veriS hk. í
vestanverSri SvíþjóS á þeim tíma, eins og allt bendir til. Til dæmis
urn útbreiSslu hvorugkynsmyndarinnar austanfjalls í Noregi má
nefna Tinnoset austarlega á Þelamörk. Osel er til á Valdresi, enn
fremur Tyinoset (veslur undir Sogni) og Ustaoset í Buskerud. í
landamerkjabréfi úr Eggedal frá 1524 kemur fyrir örnefniS Slocke-
ossett, varSveitt í eftirriti frá 1596.107
Ef gert er ráS fyrir, aS hvorugkynsorSiS ös ‘ós, mynni’ sé upp-
haflega síSari liSur orSsins Olfus, má hafa stuSning af því, er dæma
skal um uppruna fyrra liSar.
XX. Rattelser och tillágg. Register Q940), 108, 324; Ortnamnen i Vármlands
lán, IX, A (Lund 1950), 26. — Oset heitir sund milli eyja tveggja (Ormsö og
Nuckö) úti fyrir Eistlandi (Gideon Danell, Estlandssvenskarnas jolkliga kultur,
II. Ordbok över Nuckömálet (Skrifter utgivna av Kungl. Gustav Adolfs aka-
demien, XXVII; Lund 1951), 304).
107 Diplomatarium norvegicum; Oldbreve, VIII (Christiania 1871), 520. Sbr.
Magnus Olsen, Norr0ne studier (Oslo 1938), 249—50. Þar er ritaS Stockeossett.