Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 23
OLFUS
21
skýringartilgáta í Stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar (Ak-
ureyri 1947), bls. 249, en annan byr hefir hún víst ekki fengið og
hefir aldrei verið rökstudd.
Þetta yfirlit ber með sér, að nafnið Olfus hefir valdið miklum
heilabrotum, og hefir stundum verið seilzt nokkuð langt við skýringu
þess. ÞaS hefir verið mönnum algerlega framandi utan lands sem
innan.47 Ólafur Lárusson kvað svo að orði 1939, að nafnið Ölfus
hefði ekki enn verið skýrt á viðunandi hátt.48 Þótt nokkuð hafi ver-
ið skrifað um þetta efni síðan, hefir ekkert nýtt komið fram nema
skýringartilraun Matthíasar ÞórSarsonar. Ummæli Ólafs Lárussonar
eru því enn í fullu gildi.
Hér á eftir verður nú gerð ein tilraun enn til að varpa ljósi á upp-
runa nafnsins Ölfus.
III
MeS því að athuga samsett örnefni má fá vitneskju um afstæðan
aldur þeirra.49 Þetta ber að hafa í huga við skýringu orðsins Ölfus.
Af merkingarlegum ástæðum er einnig nauðsynlegt að hafa hliðsjón
af samsettu nöfnunum Ölfusá og Ölfusvatn. Af þeim eru svo mynduð
önnur samsett nöfn, t. d. Ólfusárós, Ölfusvatnsfjöll, Ölfusvatnsá.
Rétt er og að hafa í huga orðið Ölfusingur, sem er greinilega leitt
af nafninu Ólfus.
ÞaS getur varla verið neitt vafamál, að Öljus er elzt þessara nafna;
prentuð í Lögrjettu 23. okt. 1918, síðan endurprentuð í frumútgáfu Nýals, 2.
hefti, 1920.
47 Ilér má nefna eitt dæmi til viðbótar. 1 Ilervarar sögu er sagt, að Starkaðr
Áludrengr bjó við Álufossa. Þetta nafn vildi Birger Nerman lesa Alujossa og
taldi það sama orð og Qlfossa = Qljusá (Birger Nerman, „Alvastra", Namn och
bygd, I (1913—141,98).
48 Ólafur Lárusson, „Island", Stedsnavn (Nordisk Kultur, V; Stockholm,
Oslo, Kpbenhavn 1939), 69.
49 Sbr. Hans Kuhn, „Upphaf íslenzkra örnefna og bæjanafna", Samtíð og
suga, safnrit háskólajyrirlestra, V (Reykjavík 1951), 183—197; sami, „Vest-
firzk örnefni", Árbók Hins íslenzka fornleifajélags, 1949—50, 5—40.