Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 136
132
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR III
sé um að ræða livarfstigsmyndun af ie. rótinni *wek-, sem kemur m.
a. fram í lat. vocare ‘kalla’, ísl. votlur o. s. frv. Yjungr kemur fyrir
sem Óðinsnafn í fornum þulum og er raunar lesafbrigði við Ýrungr,
svo að því er valt að treysta. En ef rétt reyndist, mætti það vel vera
leitt af so. ýja.
Þiðrandi, þiðrandalegur
Þiðrandi kemur fyrir í fornu máli bæði sem eiginnafn karlmanns
og viðurnefni, en auknefnið er efalítið eldra. Nokkuð hefur vafizt
fyrir mönnum að ættfæra orðiö eða ráða í eiginlega merkingu þess.
Lind ætlar, að það sé í ælt við no. og sæ. máll. tira og merki ‘sá, sem
pírir augum’.3 Holthausen telur, að það svari til no. máll. tidrande
‘fjörugur’,4 en ekki hef ég rekizt á þá orðmynd, þótt hún kunni að
vera til. Jan de Vries fylgir skýringu Holthausens,3 en A. Janzén
hallast að tilgátu Linds.8
Nú hafa þættinum um íslenzkt mál borizt fregnir af þessu orði, og
kom það raunar 1 fyrstu í leitirnar, án þess að um væri spurt. Ýmsir
Borgfirðingar þekktu lo. þiðrandalegur, og var það haft um fólk í
merkingunni ‘fljótfær, flj ótfærnislegur’; einnig var það notað um
hesta og merkti þá ‘ókyrr, pratalegur’. Á þessum sömu slóðum þekkl-
ust og no. þiðrandaháttur og þiðrandaskapur og voru einkum höfð
um ókyrrð eða óþekkt í krökkum; hvaða þiðrandaháttur er í þér,
slrákur? Þá skýrði Þingeyingur einn frá því, að móðir hans, sem
var alin upp á þeim slóðum, hefði oft notaÖ lo. þiðrandalegur í
merkingunni ‘flautaþyrilslegur’ og hefði hann því í æsku vorkennt
mjög manni nokkrum þar í héraðinu, sem bar nafnið Þiðrandi. Sami
skilningur á nafninu virðist koma fram á einum stað í blaðinu Norð-
3 E. H. Lind, Norsk-islandska personbinamn fran medeltiden (Uppsala 1920
—21), d. 407.
4 F. Holthausen, Vergleichendes und etymologisches Wörterbuch des Alt-
westnordischen (Göttingen 1948), 315.
5 Jan de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch (Leiden 1961), 610.
® A. Janzén, Personnavne (Nordisk Kultur VII; Stockholm, Oslo og Kpben-
havn 1947), 49.