Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 141
DOKTORSVÖRN
137
þrætubókarlist. Bókin stefnir útúrdúralaust að einu marki; röksemd-
unum er haglega fyrir komið, þar er lagður steinn á stein ofan, hver
máttarviður styður annan, unz byggingin er fullsmíðuð. Sjálf að-
ferðin er traust og rökvís, en dálítið ber á endurtekningum rök-
semda; að nokkru leyti stafar það af vinnuaðferð höfundar, að taka
einn og einn þátt sér í lagi til athugunar. Þó mætti virðast að hægt
hefði verið að þjappa helztu röksemdunum betur saman, ef farið
hefði verið einu sinni enn yfir bókina í því skyni.
Bókin ber þess nokkur önnur merki að lokaspretturinn hafi verið
í hraðasta lagi. Prentvillur eru óþarflega margar og ekki allar aug-
ljósar (t. d. bls. 10 prestinn Mattis Stprsson f. lögmanninn Mattis
Stprsspn; bls. 33 Uppsölum f. Upplöndum); þó að hægt sé að lesa í
málið eru þær alltaf til lýta og leiðinda. Engin regla er sjáanleg á
skiptingu latneskra orða milli lína; stundum er fylgt latneskum regl-
um, stundum íslenzkum, sumt brýtur allar reglur, eins og bls. 33
Rolp/honi og bls. 60 reliq/vis, og er hart undir að búa þegar skipt er
í miðju hljóðtákni. Þess eru einnig dæmi að dönsk orð og þýzk sæti
sömu meðferð. Þetta er vitaskuld lítið atriði, en ætti þó ekki að sjást
í fræðibók.
Fyrri helmingur bókarinnar er textakönnun, samanburður á texta
Arngríms við aðrar heimildir sem að gagni mega koma til þess að
gera sér Ijóst hvernig Skjöldunga saga hafi litið út. Þessi rannsókn
er miklu ýtarlegri og nákvæmari en áður hefur verið gerð, og niður-
stöður höf. eru um margt frábrugðnar þeim hugmyndum sem menn
hafa áður haft um Skjöldunga sögu.
í stuttu máli sagt heldur höf. því fram að texti Arngríms — svo
langt sem hann nær — sé að mestu óstytt þýðing eða endursögn á
Skjöldunga sögu, að Arngrímur hafi ekki sleppt neinum verulegum
efnisatriðum, eða eins og höf. orðar það víðar en á einum stað, í
mesta lagi aðeins stytt frumtexla sinn óverulega.
Margir fyrri fræðimanna hafa haft á þessu allt aðrar skoðanir,
eins og höf. rekur í bók sinni, talið Skjöldunga sögu miklu meira rit
en texti Arngríms sýnir, og álitið að hann hafi stytt frumrit sitt mj ög