Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 10
8
BALDUR JÓNSSON
sveitarinnar upp með Ingólfsfj alli að austanverðu“.2 Ólfus er m. ö.
o. hið byggða undirlendi við Ölfusá að vestan (og norðan), og er fá-
títt, að með þessu nafni sé átt við annað en þetta nú á dögum. Þó
kemur fyrir, að Olfus er notað í merkingunni ‘Ölfushreppur’, en
mestur hluti þess landssvæðis er fjöll og óbyggðir.
í Árbók Ferðafélags íslands 1936 er ritgerð eftir Steinþór Sig-
urðsson og Skúla Skúlason, er nefnist „Austur yfir fjall“. Þar segir
á bls. 101: „Þeim, sem líta yfir Ölfusið, sem svo er kallað venjulega,
þ. e. byggðina að svo miklu leyti, sem þeir sjá hana, finnst sveitin
ekki stór. Þeir athuga fæstir, að þeir hafa verið í Ölfusinu nær helm-
ing leiðarinnar úr Reykjavík og til Kamba.“ Síðan er lýst takmörk-
um Ölfussins, og er einnig þar átt við Ölfushrepp. En annars staðar
í ritgerðinni er nafnið Ölfus notað um hið byggða undirlendi sér-
staklega. Á bls. 100 er t. d. talað um „Grafningsfjöllin, sem lykja um
Ölfusið að norðan“, og nokkru síðar er komizt svo að orði: „Nær-
lendinu, Ölfusinu sjálfu, verður ekki lýst hér, því að lýsing þess
kemur í næsta kafla, og verður einnig miðuð við Kambabrún að
mestu leyti. Því skal nú haldið áfram ferðinni niður í Ólfusið, um
Kambana.“
í Lýsingu Ölveshrepps 1703 eftir Hálfdan Jónsson lögréttumann á
Reykjum er Ölfus notað í báðum merkingum.3 Ritgerðin hefst á orð-
unum: „Aulfvus eður Ölveshreppur hefur sitt nafn dregið af Álfi,
fyrsta landnámamanni þess héraðs“ (bls. 58). Ölfus merkir sem sé
‘Ölfushreppur’, en þess ber að gæta, að 1703 var hreppurinn miklu
stærri en hann er nú, náði yfir allt það svæði, sem nú er Olfushrepp-
ur og Grafningshreppur. — Nöfn byggðarlaga eru þó i rauninni
óháð hreppamörkum og annarri samfélagslegri skiptingu lands.4 —
2 Lýsing íslands, I, 278—279.
3 Lýsing þessi, Descriptio Ölveshrepps anno 1703, er varðveitt í ÁM 767 4to
og prentuð í Andvara, LXI (1936), 58—78. Hér er stuðzt við þá útgáfu og til-
vitnanir miðaðar við hana. Lýsingin var einnig prentuð árið eftir i ritum félags-
ins Ingólfs, Landnám Ingóljs. Safn til sögu þess, III (Reykjavík 1937—39),
1—20.
4 P. E. Kristian KSlund, Bidrag til en historísk-topograjisk Beskrivelse af ls-
land, I (Kj0benhavn 1877), 73.