Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 160
156
RITFREGNIR
tillíking ([bas:leqYr]) eins og í vatns [vas:], báts [baus:], sbr. og t. d. gagns
[gaxs]. — Sérhljóðið, er fram kom á undan r (t. d. dagr > dagur), er ekki
bundið við beygingarendinguna -r, heldur myndaðist það ætíð milli samhljóðs
og r, ef ekki fór sérhljóð á eftir (t. d. fggr > fögur, jegrS > jegurS).
Fjórði og fimmti kaflinn („Geographical Distribution of the WN-Icelandic
Common Features" bls. 59—77, og „Historical Interpretation“ bls. 78—113) eru
aðalkaflar bókarinnar. Er þar rætt um helztu bliðstæður í þróun íslenzkrar
tungu og norskrar. Meginniðurstaða höf. er í fáum orðum sú, að þær breyting-
ar, sem um er að ræða, hafi flestar átt upptök sín í norsku, en inn í íslenzku
séu þær komnar úr norsku. Hér sé því ekki um hliðstæða þróun að ræða, heldur
áhrif annars málsins á hitt.
Frumskilyrði þessarar skoðunar er vitaskuld, að hreytingarnar séu eldri í
norsku en í ísl. Stundum verður sýnt fram á með lialdgóðinn rökum, að svo sé.
En fyrir kemur, að aldursmunurinn sé helzt til mikill til, að líklegt megi teljast,
að um hein áhrif geti verið að ræða. Svo er t. d. um breytinguna hv- > kv-,
sem hefur orðið á stórum svæðum bæði í Noregi og á íslandi. í norsku gætir
hennar þegar á 14. öld, en í ísl. eru elztu öruggar heimildir um hana ekki fyrr
en frá seinni hluta 18. aldar.3 Hér munar fullum fjórum öldum. Skemmst er frá
því að segja, að á þessa breytingu er ekki minnzt í bókinni.
Svipaður tímamunur er sennilega við linunina p, t, k > b, d, g. Höf. vísar til
Hægstads um tímasetningu hennar á aðalsvæðinu í Noregi (á suður- og suð-
vestur-ströndinni), en hann tilfærði dæmi úr rituðum heimildum frá fyrri hluta
15. aldar. Þó telur höf. — og fylgir þar Marstrander — að umritun norrænna
orða og eiginnafna í fornírskum ritum svo og vitnisburður gelískra mállýzkna
á Skotlandi sýni, að p, t, k hafi verið ófráhlásin í suðvesturnorsku þegar um
miðja 13. öld. Væri því breytingin í norsku a. m. k. frá þeim tíma. Um ísl. vísar
höf. og til Ilægstads, en hann taldi sig finna dæmi um þessa linun í ísl. í forn-
bréfum frá síðari helmingi 15. aldar (elzta dæmið 1467).4 Höf. hefði þó átt að
geta þess, sem Ilægstad tekur skýrt fram, að þessi dæmi, sem aðeins eru tvö
(auk eins dæmis um öfugan rithátt, k fyrir g), eru úr bréfum að norðan og
vestan, þ. e. ekki af linmælissvæðinu. Eru því litlar líkur til, að hér séu fyrstu
merki um linmælið. Elztu öruggu heimildirnar um það eru fyrst frá 18. öld.r'
Erfitt er því, ekki síður en við hv- > kv-, að liugsa sér bein norsk áhrif.
Nokkuð er það breytilegt, í livaða mállýzkum norskum er að finna hliðstæð-
ur við íslenzka málþróun. Einnig er misjafnt, hversu nákvæmar þessar hlið-
3 Sjá „Icelandic Dialectology: Methods and Results," Lingua Islandica — ís-
lenzk lunga III (1961—62), 104—105 með tilvísun.
4 Elzta dæmið telur Hægstad vera frá 1464, en það er reignade, sem á vita-
skuld ekki heima hér.
3 Sjá Lingua Islandica — íslenzk tunga III, 86—87 með tilvísun.