Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 158
154
RITFREGNIR
Samkvæmt kenningu þeirri, er höf. leggur til grundvallar, ákveðst fyrra stig
hverrar breytingar („phonetic change“) annars vegar af afstöðu einstakra hljóða
í hljóðkerfinu, áður en breytingin verður („the relationships between phones in
the antecedent linguistic state“) og hin9 vegar af sálarástandi hvers einstaks
notanda málsins („the psychological state of the individual speaker," s. 16).
Breytingin hefst með öðrum orðum í tali einstaklingsins og getur verið háð ná-
kvæmni hans í framburði, talhraða, þreytu o. fl„ en takmarkast jafnframt af
hljóðkerfinu. Af þeim aragrúa hljóðafbrigða, er þannig verða til, ná nokkur fót-
festu. Síðara stig hverrar breytingar er svo fólgið í því, að hin nýju afbrigði
breiðast út frá einum einstaklingi til annars, frá einum hópi manna til annars,
og loks frá einni mállýzku til annarrar. Þessi útbreiðsla gerist þannig, að ein-
stök orð eru tekin að láni úr einni mállýzku í aðra, og við árekstur hljóðkerf-
anna tveggja — hljóðkerfis þeirrar mállýzku, er lánar, og hinnar, er fær að
láni — verða þessi afbrigði að 9jálfstæðum hljóðum („phonemic change“), er
síðan geta breiðzt út til annarra orða með áhrifsbreytingum.
Höf. dregur grundvallarkenningu sína saman á eftirfarandi hátt (bls. 22);
1. the nature of allophonic ehange is dependent upon phonological and
psychological factors.
2. the spreading of allophonic change and the transformation of it into
phonemic change through the processes of horrowing and analogical de-
velopment are dependent upon sociological factors.
Höf. hefur vissulega rétt fyrir sér, er hann segir, að miklar hrevtingar hafi
orðið á skoðunum manna á orsökum og eðli hljóðbreytinga frá því á 19. öld, er
aðallega var fjallað um samanburð og forsögu indóevrópskra mála. Þá var
gjarna gengið út frá þvf sem gefnu. að er fyrsta breytingin hefði klofið mál-
svæði í mállýzkur, tvær eða fleiri, þá þróaðist hver mállvzka eftir það sjálfstætt
og óháð hinum. Síðar lærðist mönnum smám saman, einkum við rannsóknir á
nútíma rómönskum mállýzkum, hversu geysiþýðingarmikil félagsleg samskipti
em fyrir þróun málsins, þannig t. d. að breyting getur hreiðzt út vfir stórt mál-
svæði löngu eftir, að það hefnr mnrgklofnað í mállýzkur, ef samskipti manna á
svæðinu eru mikil. Einnig munu flestir sammála um, að þau tvö atriði, er höf.
nefnir í sambandi við fyrra st'g hverrar breytingar, liafi höfuðþýðingu. Það er
því engum vafa bundið, að hin „socio-psychological“ rannsóknaraðferð hefur
mikilvægu hlutverki að gegna í málsögulegtim rannsóknum.
Hins vegar mun mörgum þykja höf. gera hlut hljóðkerfisins sjálfs of lítinn
á síðara stigi breytinganna. Þannig er það engum vafa undirorpið, að hljóðaf-
brigði getur orðið að sérstöku fónemi, án þess að álirif annarrar mállýzku komi
til, samkvæmt formúlunni
aX : bZ > AY : BY