Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 61
SITTHVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR 59
Orðabók Háskólans (OH) hefir aðeins eitt dæmi um þetta orSa-
samband frá síSari öldum. ÞaS er á þessa leiS:
A Steini var þetta á búinu í kvikum kvisti: 30 naut, 4 hestar.7
Af þessu dæmi verSur aS vísu engan veginn örugglega ályktaS, aS
orSasambandiS hafi lifaS á alþýSuvörum úr fornmáli. Sá, sem um
greinina fjalIaSi, kynni aS hafa lært þaS úr Fornbréfasafni eSa
Maríusögu, en hæSi þessi rit höfSu komiS út, áSur en ritgerS sú,
sem lilvitnunin var tekin úr, birtist.8
Tilraun til þess aS skýra uppruna þessa orSasambands verSur gerS
síSar í þessari grein (bls. 73—-75).
4) OrSiS kvislur er þegar í fornmáli notaS í myndhverfum sam-
böndum um ‘frændur, ættliS, afkomendur’. f samhandi, sem aS öSru
leyti er torskiliS. er orSiS notaS á þennan hátt i Atlamálum:
Costom drepr qvenna
carla ofriki,
i kne gengr hnefi,
ef qvistir þverra.0
hendi Bjama Marteinssonar 1601“ (Bps. A, II, 1, bl. 56 b). HandritiS er nú varð-
veitt í Þjóðskjalasafni, en víða er til þess vitnað sem D12 eða Lbs. 268, 4to.
Máldaginn, sem tilvitnunin er úr, er birtur í Diplomatarium Islandicum I (1857
—76), 303, með nokkuS breyttri stafsetningu, sem bér skiptir þó ekki máli.
Telur útgefandi Fornbréfasafnsins máldagann frá 1198. Þetta er þó ekki víst.
Máldaginn er innan um röð máldaga frá síðari hluta 13. aldar, sem sennilega
eru allir úr kveri frá 14. öld, að því er Magnús Már I.árusson prófessor segir
mér. Magnús telur ekki öruggt, að átt sér við Ilof í Eystrahrepp (Gnúpverja-
hrepp), eins og segir í Fornbréfasafni, Hof á Rangárvöllum komi eins til greina.
7 Ný félagsrit XXX, 17.
8 Höfundur greinarinnar, sem tilvitnunin er tekin úr, er Sveinn Sveinsson bú-
fræðingur (1849—92). Ekki verður fullyrt, að orðtakið sé úr hans handriti, þótt
það sé að vísu líklegast. Sumir ritstjórar eiga það til að breyta orðalagi á rit-
gerðum þeim, sem í tímaritum þeirra birtast. Vel mætti því láta sér til hugar
konta, að Jón Sigurðsson hafi verið hér að verki. Hann hefir áreiðanlega þekkt
orðasambandið úr Maríusögu og Fornbréfasafni. En engan veginn verður þetta
staðhæft.
8 Norrœn fornlcvœífi . .. almindelig lcaldet Sœmundar Edda hins frótía. Ud-
given af Sophus Bugge (Christiania 1867), 304.