Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 156
Ritfregnir
Kenneth G. Chapman. lcelandic-Norwegian Linguistic Relation-
ships. Norsk tidsskrift for sprogvidenskap. Suppl. bind VIII.
Scandinavian University Books. Universitetsforlaget. Oslo 1962.
199 bls.
Tslenzk tunga heyrir til þeirri kvísl germanskra mála, sem venjulega er kölluð
norðurgermönsk eða norræn mál. Norræn mál greinast í tvo þætti, austur-
norrænu og vesturnorrænu, og heyrir íslenzka til síðari þættinum, ásamt fær-
eysku og norsku. Þessi afstaða íslenzkrar tungu til nágrannamálanna styðst við
óyggjandi rök germanskrar samanburðarmálfræði. Sagnfræðilegar heimildir
berma, að Island hafi hyggzt á 9. og 10. öld, mesl úr Noregi, einkum Vestur-
Noregi, og er það í samræmi við þá niðurstöðu norrænnar samanburðarmál-
fræði, að íslenzka sé náskyldust vesturnorsku auk færeysku. íslenzka er því að
uppruna tiltölulega ungt nýlendumál norskt.
Einkenni innflytjendamála af þessu tagi er, að að jafnaði á sér stað mikil
jöfnun í máli, þannig að málmunur, er verið kann að hafa í máli innflytjenda,
hverfur að mestu eða öllu leyti, og fer sú þróun eflaust eftir félagsleguin ein-
kennum hins nýja nýlenduþjóðfélags. Gera verður ráð fyrir, að slík máljöfnun
hafi átt sér stað á íslandi, þannig að málmunur, er verið hafi í máli landnáms-
manna eftir því, hvaðan úr Noregi þeir komu, hafi horfið. Hafa þá hin vestur-
norsku einkenni að jafnaði orðið yfirsterkari, eins og þegar var vikið að.
Fyrstu aldirnar eftir landnámið má segja, að lítill munur sé á máli á íslandi
og í Noregi, en er frá líður, einkum er kemur fram á 14. öld og síðar, verður
þessi munur æ meiri, eftir því sem fleiri og fleiri málbreytingar verða, er skilja
tungurnar að. Það er einkum norska, sem breytist, en einnig í ísl. verða fjöl-
margar breytingar, er hafa átt sinn þátt í, að málin hafa fjarlægzt meir og meir.
Segja má, að hin sögulega þróun hafi í heild stefnt í allólíka átt í málunum,
þannig að hygging málkerfisins, bæði beyginga- og hljóðkerfisins, er nú næsta
ólík, og hið sama má segja um orðaforðann.
Engu að síður hafa menn lengi veitt því athygli, að fjölmargar einstakar
breytingar í ísl. eiga sér meira eða rninna nákvæmar hliðstæður á einhverjum
lduta hins norska málsvæðis, einkum í vesturnorsku. Nokkuð hafa skoðanir
fræðimanna — þeirra, er ekki hafa leitt þessar hliðstæður alveg hjá sér — verið