Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 159
RITFREGNIR
155
]iar sem a og b tákna ólík hljóðafbrigði, sem bundin eru við grannhljóðin X og
Z, en þau ein greina sundur viðkomandi orðmyndir. Eftir breytinguna (>), er
X og Z falla saman og verða Y, eru A og B hins vegar orðin sjálfstæð fónem,
er ein greina sundur sömu orðmyndir og X og Z héldu áður aðgreindum. Einnig
má nefna hinar svokölluðu keðjuhreytingar, er breyting á einu hljóði hefur
áhrif á annað og þannig koll af kolli. Þá hafa menn og lengi talið, að þegar
auðir reitir eru í hljóðkerfinu, þá stefni þróunin gjarna í þá átt, að ný hljóð
komi í þessa reiti („filling of holes in the pattern").
Þegar náskyld mál hafa sameiginleg einkenni, sem örugglega hafa orðið til,
eftir að leiðir skildi með þeim, þá er um tvennt að ræða: (a) áhrif annars máls-
ins á hitt eða (b) hliðstæða, en óháða þróun í báðum málunum. Það leiðir af
grundvallarkenningu höf., að hann gerir minna úr síðari möguleikanum en oft
er gert, enda þótt hann neiti þvf engan veginn (bls. 22), að sama breytingin geti
gerzt í náskyldum málum, án þess að um áhrif annars málsins á hitt sé að ræða.
SíÖar í þessum kafla (bls. 24—34) ræðir höf. svo um gagnkvæma afstöðu ís-
lenzkrar tungu og norskrar og um landnám íslands, á svipaðan hátt og gert var
hér í upphafi, og loks (bls. 34—41) fjallar hann um sambandið við keltncskar
þjóðir og áhrif þess og um samskipti íslendinga og Norðmanna eftir landnáms-
tímabilið. Er ekki ástæða til að rekja þau atriði nánar hér, enda alkunn.
Annar kafli bókarinnar („Dialects and Dialect Boundaries in Norway“ bls.
42—54) gefur stutt, en greinargott yfirlit yfir mállýzkuskiptingu norskrar
tungu. Er þar einkum fjallað anuars vegar um höfuðskiptinguna í austur- og
vestur-norsku (austan fjalls og vestan) og hins vegar um áhrif hinna fomu
marka Gulaþings á mállýzkuskiptinguna. Ekki hefur sá, er þetta ritar, haft tök
á að kanna, hvort það, sem sagt er um norskar mállýzkur í þessum kafla eða
síðar í bókinni, sé rétt í öllum atriðum. En í því, er hér fer á eftir, er gert ráð
fyrir, að svo sé í höfuðdráttum, enda þótt ljóst virðist, að höf. liafi vísvitandi
stefnt að eins einfaldri framsetningu og framast var fært, t. d. á kortunum síð-
ast í bókinni. — 13. kafla („Outline of llistorical Changes in Icelandic“ bls.
55—58) eru raktar helztu hljóðbreytingar í ísl. frá fornmáli til nýmáls. Nokk-
urrar ónákvæmni í einstökum smáatriðum gætir í þessum kafla, einkum í hljóð-
ritun, en fæst er alvarlegs eðlis. í nýmáli er o Tol, ekki [o]. í stað llejqgil
hefði átt að koma [lejygi] eða jafnvel I lejiy,g111, og [ijtjgril í stað [ijqgri].
Vafasamt er og, hvort staðizt fær að hljóðrita [lawtlkt] fyrir [lawijt 1 langt. —
Venja er að rita kóngur, ekki kongur. — Hljóðritun forna sérhljóðakerfisins er
vitaskuld meiri erfiðleikum háð og því umdeilanlegri. Þau rök, sem fyrir hendi
eru, hníga þó að því, að til samræmis við u [u] og ú [u:] beri að hljóðrita i [il
og i [i:], y [y] og ý [y:] (fremur en i [il og í [l:], y [y] og ý Ty:]) ; enn frem-
ur é [e:] (fremur en [e:]) til samræmis við ó [o:]. — Geta hefði átt um sam-
runa Q og á í á. — Breytingin rl > dl o. s. frv. varð og í samsettum orðum, t. d.
ojarlega > [o:vadleqa]. í barnslegur verður hins vegar önnur breyting, sem sé