Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 150
146
DOKTORSVORN
Bjarkarímum og í Hrólfs sögu eru þetta berserkir Aðils. Einhver
greinargerð fyrir J)essu afreki hlýtur að hafa staðið í Skjöldunga
sögu, að sjálfsögðu ekki sú sama og í yngri heimildum, enda ber
lölunum ekki saman, eins og höf. bendir á. En })etta atriði er einmitt
úr kjarna sögunnar eins og við þekkjum hana úr Bjarkarímum og
Hrólfs sögu. Samkvæmt texta Arngríms er þetta afrek nákvæmlega
eina ástæðan til þess að Hvítserkur er nefndur, og mætti ætla að
höfundur Skjöldunga sögu hefði gengið eilítið betur frá þessu sögu-
efni, þó að Arngrímur sæi ekki ástæðu til að nefna annað en afrekið
sjálft án allra skýringa.
Nokkuð svipuðu máli gegnir um Bjarkaþátt. Höf. hefur sennilega
rétt fyrir sér í því að átt sé við hólmgöngu milli Agnars og Bjarka
(bls. 62—63). Arngrímur segir aðeins:13
Piratam et bellatorem imcomparabilem Agnarum, patris sui patrue-
lem, Ingialldi filium, Rolfo beneficio Bodvari (cum ei nullus ex reliqvis
congredi auderet) occidit.
Þetta er ekki óskertur sögustíll. Við fáum enga vitneskju um það
hvers vegna þurfti að drepa Agnar. Það er alveg rétt að við getum
ekki ráðið af Bjarkarímum hverju var sleppt, en það liggur í augum
uppi að þetta er ekki óstyttur texti.
Höf. ber vandlega saman Ynglinga sögu og texta Arngríms (bls.
70 o. áfr.) og kemst að þeirri niðurstöðu að Ynglinga saga sanni
ekki „að texti Arngríms .. . sé styttur, svo að nokkru nemi“. Fáein at-
riði sem snerta þetta hefur þegar verið drepið á, og litlu einu skal við
bætt. Arngrímur hefur nokkra kafla sem höf. kallar menningarsögu-
legar athuganir (sjá bls. 231 o. áfr.). Tveggja þessara kafla sér merki
í Ynglinga sögu: um brunaöld og um berserki. En aðeins fyrri kafl-
inn (um brunaöld og haugaöld) er í Danasögu Arngríms, og er þar
í frásögn hans af Dan konungi, sem hann kallar Dan II. Hinir kafl-
arnir eru í Svíþjóðarsögunni, og eru þar tilfærðir við Agna Dags-
13 Bibl. Arnam. IX 345. Það skyldi þó aldrei vera að Skjöldunga saga hafi
látið víg Agnars vera hefnd fyrir víg Hróars? (sbr. Um Skjöldungasögu 64).
Hefndin [niríti ekki að koma fram á Hræreki.