Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 65
SITTHVAÐ UM ORÐIÐ KVISTUR 63
og er í fornmáli engan veginn einskorðuð við að ‘höggva (skera)
kvist af tré’, sbr. t. d.:
Hugðak hlífar flagða
hristendr af mér kvista,
slór fingum ben, hrynju,
háðar hendr með vendi.22
Orðasambandið kvista lim kemur fyrir í Stjórn:
Gengr hann þa at einv tre ok kvistar limit með avxinni.23
Vel má vera — og svo mun almennt talið — að hér komi frarn
upprunaleg merking sagnarinnar, þ. e. ‘höggva greinar af tré’, og sé
hún leidd af orðinu kvislr, væntanlega þá með einhverju sviptifor-
skeyti, sem fallið hafi brott á frumnorrænum tíma. En víst er þetta
engan veginn. Til er í gotnesku sögnin qistjan ‘spilla, eyða’, og í fhþ.
er quistan og mlþ. quisten í sömu merkingu. Þessi sögn er almennt
ekki talin samróta orðinu kvistur. Ekki er ólíklegt, að hér hafi það
gerzt, að saman hafi fallið tvær sagnir á frumnorrænum líma, önnur,
sem samsvaraði gotnesku sögninni og verið hefði á frumnorrænu
*kwistian, og hin leidd af kvistr, sem gera má ráð fyrir, að verið hafi
*-kwistón. Báðar beygingarnar, í'a-beyging og ó-beyging, koma fyrir
í fornmáli. Dæmi ó-beygingarinnar er fyrr greind tilvitnun úr Stjórn,
en um i'a-beyginguna má benda á eftirfarandi stað:
en hann . . . kvisti limu kristninnar, þa er trua aa Jesum.24
Til ia-beygingar bendir enn fremur orðið kvisting, sem fyrir kem-
ur í Nesjavísum Sighvats Þórðarsonar.25 Hin rúma merking sagn-
arinnar í fornmáli gæti einnig bent til þessa samfalls.
22 íslenzk jornrit VI, 108. Þetta er fyrri helmingur vísu, sem eignuð er Gísla
Súrssyni. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um það, hvort vísur Gísla sögu eru
eldri en skráning sögunnar; sbr. Bj. K. Þórólfsson, sama rit, bls. v o. áfr. Allar
götur ætti vísan þó ekki að vera yngri en frá því um 1250, en frá þeirn tíma cr
sagan talin, shr. sama rit, bls. xli.
28 Stjorn ... udgivet af C. R. Unger (Christiania 1862), 401.
24 Postula sögur ... efter gamle Haandskrifter udgivne af C. R. Unger
(Christiania 1874), 584.
25 íslenzk fornrit XXVII, 61. Um orð mynduð með -ing, sjá Alexander Jó-
hannesson, Die Sujfixe im Isliindischen (Reykjavík 1927), 390 o. áfr.