Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 16
14 BALDUR JÓNSSON
honum. Samlíkingin Olves: Valdres er gagnslaus, því að orðmyndin
Ölves er tiltölulega ung, endingin -es yngri en 1400, eins og áður var
getið. Auk þess hefir enginn vitað, hvernig nafnið Valdres er mynd-
að. Þegar Magnus Olsen gerði tilraun til að skvra það 1912, vissi
hann ekki til þess, að neitt hefði áður birzl um það efni á prenti.21
Viðurnefni Eiríks í Súrnadal munu núflestirskiljasemlýsingarorðið
glfúss ‘ölkær’, sbr. nafnorðið olfýsi, en ekki setja það í samband við
byggðarnafnið Ölfws.--
Eftir daga Guðbrands Vigfússonar hefir sú kenning skotið upp
kollinum oftar en einu sinni, að Ölfus standi í sambandi við manns-
nafnið Olvir (eða Olver), en enginn fræðimaður mun nú trúaður
á það.23
I Lýsingu Ölveshrepps 1703, er áður var getið, segir Hálfdan á
Reykjum í upphafi máls síns, að „Aulfvus eður Ölveshreppur“ dragi
nafn sitt af Álfi, „fyrsta landnámamanni þess héraðs“.24 Nokkru síð-
ar segir höfundur (bls. 62): „Landnáma greinir, að Álfur (hvar af
eg meina allt héraðið dragi sitt nafn og fyrrum er á vikið) hafi num-
ið land í Ölvesi, kom skipi sínu inn Ólvesár mynni, upp eftir Þor-
leifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum.“ Þessu fylgir engin nánari
útskýring, en örnefnið Álfsós hefir minnt Hálfdan á Ölfus, og er
hugmyndin af því sprottin, án þess að hann hafi gert sér nánari grein
fyrir myndun orðsins.
Nærri tveimur öldum síðar reyndi Brynjúlfur Jónsson frá Minna-
Núpi að sýna fram á, að Ölfus væri < Álf(s)ós. Brynjúlfur mun þó
óháður Hálfdani á Reykjum og hefir ekki þekkt ritgerð hans, sem
þá hafði ekki verið gefin út, enda segist hann ekki vita til þess, að
neinn hafi reynt „að skýra nafnið Ölfus, nema hvað Dr. Guðbrand-
ur Vigfússon víkur að því nokkrum orðum í riti sínu: Um tímatal í
21 Magnus Olsen, Stedsnavnestudier (Kristiania 1912), 111.
22 Sjá t. d. E. II. Lind, Norsk-islandska personbinamn jrán medeltiden (Upp-
sala 1920—1921), 412; Grettis saga Ásmundarsonar, Guðni Jónsson gaf út (ís-
lenzk fomrit, VII; Reykjavík 1936), 19 nm.
23 Sjá Landnám Ingólfs, II (Reykjavík 1936—40), 90 nm.
24 Andvarí, LXI, 58.