Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 19
OLFUS
17
ur ekki notfært sér með því að gera ráð fyrir því, að ósinn hafi heit-
ið Álfsós, því að nafnið er að finna í Landnámabók og gat að hans
hyggju ekki breytzt í Olfus nema sem liður í samsettu orði. Gefur
hann þó enga skýringu á, hverju það sætir. Þess vegna verður hann
að grípa til þess úrræðis, að sveitin hafi heitið *Álf(s)ósssveit eða
þ. u. 1. En óhætt er að fullyrða, að fyrir því eru litlar eða engar lík-
ur, að Ölfus sé orðið til sem brot úr slíkri samsetningu. Engum mun
detta í hug að halda því fram, að áðurtalin byggðarnöfn séu orðin
til með þvílíkum hætti, t. d. Selvogur eða Borgarfjörður. Ölfus hefir
greinilega verið til sem sj álfstætt orð, þegar samsettu nöfnin, Ölfusá
og Öljusvatn, voru mynduð.
Fleiri athugasemdir mætti gera við skýringu Brynjúlfs, t. d. um
kynferði orðsins. En það, sem nú hefir verið sagt, ætti að nægja til
að sýna, að hún er vægast sagt mj ög hæpin. Þessari skýringu hefir
þó verið haldið fram síðar.30
Skal nú horfið að framlagi Finns Jónssonar til þessa máls.36
Hann telur, að sú skýring sé „efalaust með öllu röng“, að Ölfus sé
„afbakað“ úr Áljsós. Hann sýnir helztu rithætti orðsins „í fornbókum
og skj ölum“ og segir síðan: „Elsta myndin er Olfoss-, þ. e. Ól-foss,
um það getur enginn vafi verið.“ Telur hann, að nafnið sé „líklega
dregið af fossi eða fossum í ánni og er nóg af þeim (x „Sogi“, er nú
heitir svo, en áður hefur víst heitið ,,01fossá“), en „öl“ hygg jeg sje
s. s. al-, stofninn í allur“. Finnur hugði, að Ölfossvatn væri stytt úr
*Ölfossárvaln. „Svo færðist nafnið yfir á hjeraðið og varð úr því
Ölfoss — Ölfos (með einu s) og svo Ólfus, og varð hvorugkyns, af
því að upphaf orðsins var fallið í gleymsku. Þessi skýríng á þessu
orði er eins hæg eða hægari en hin skýríngin úr Álfsós.“
Eins og sjá má, er þessi „skýring“ heldur óljós. Finnur Jónsson
< Árðs (sbr. ísl. Árósar) í Danmörku, NiSarós í Noregi og Vasterás < Vœstra
Árös í Svíþjóð.
35 Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár, I (Reykjavík 1948), 4; Einar Arn-
órsson, Árnesl>ing á landnáms- og sögu'óld, 230—231. Skýring Einars er að vísu
ekki nákvæmlega hin sama í smáatriðum, en hún er það í öllu, sem rnáli skiptir.
Er öldungis ljóst, hvaðan hún er ættuð, þótt Einari hafi láðst að geta þess.
30 „Bæjanöfn á íslandi", 506.
ISLENZK TUNGA
2