Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 72
70
HALLDÓR HALLDÓRSSON
á þessari merku bók skortir enn. ViS allmikla notkun hennar hefir
mér virzt, aS í henni gæti meira bókmáls en ætla mætti við fyrstu
sýn. T. d. hefir höfundur áreiðanlega stuðzt mikið við rímur, og
kunna þaðan — og raunar úr öðru hókmáli — að vera runnar orð-
myndir, sem af öðrum sökum má telja ólíklegt, að hafi verið notaðar
í daglegu tali á hans tíma. Eins og áður er sýnt, er orðmyndin kvisti
(þf. flt. af kvistur) kunn frá síðari hluta 16. aldar, og enginn vafi
leikur á því, að f-endingin í þf. flt. M-stofna hefir jafnt og þétt unnið
á eftir þann tíma og er vafalaust orðin algengust í talmáli í vel flest-
um «-stofnaorðum á 18. öld og einráð í sumum. Hér er ekki ætlunin
að rökstyðja þetta nánara. Orðmyndin háljkvisti er fyrst kunn úr
orÖabók Jóns Grunnvíkings,53 og jajnkvisti kemur ekki fyrir fyrr en
seint á 18. öld. Það er þannig um hálf önnur til tvær aldir, frá því þf.
flt. kvisti er bókfest, þar til kunnugt er um þessi samsettu orð. Frá
beygingarsögulegu sjónarmiði er þannig ekkert því til fyrirstöðu, að
háljkvisti sé þf. flt. af hálfkvistur og jajnkvisti af jafnkvistur.
Af því, sem nú hefir verið sagt, er ljóst, að ekki er óeðlilegt að
gera ráð fyrir því við skýringu fyrr greindra orðtaka, að -kvisti sé
þf. flt. af -kvistur. Munurinn á þeirri gerðinni, sem fyrst er kunn,
komast ekki í kvist við, og hinum yngri gerðum, komast ekki í hálf-
kvisli (jafnkvisti) við væri þá aðallega sá, að í eldri gerðinni er not-
uð eintala, í yngri gerðunum fleirtala. Eins og áður er tekið fram
(bls. 66), er afbrigðið komast eigi meir en í hálfan kvist við millistig
milli eldri og yngri gerðanna og bendir fremur í þá átt, að -kvisti sé
af -kvistur en af hvorugkennda orðinu. Síðar í þessari grein verður
historie til o. 1800 af Finnur Jónsson (Det Kgl. danske Videnskabernes Selskab.
Ilistorisk-filologiske Meddelelser XIX, 4; Kdbenbavn 1933). Jón tekur orðin
fjörður og göltur sem beygingardæmi og kveður þau í þf. flt. „firde et fiördu"
og „gellte vel gölltu“. Síðan telur hann orð, er svo beygist, en ekki er kvistur
meðal þeirra (bls. 35). Áður hefir hann sýnt beygingu nokkurra annarra u-
stofna, t. d. björn í þf. flt. „birne“ (bls. 30), knör í þf. flt. „knere", örn í þf. flt.
„erne“ (bls. 31) og spónn í þf. flt. „spæne“ (bls. 32).
53 Ekki er fullvíst, hvenær sá hluti orðabókarinnar (AM 433, fol.), sem orðið
kemur fyrir í, er saminn, en það mun vera nálægt miðri 18. öld. Um samningu
bókarinnar og aldur, sjá Jón Helgason, Jón Ólajsson jrá Grunnavík, 96—103.