Íslenzk tunga - 01.01.1963, Blaðsíða 132
Úr fórum Orðabókarinnar
iii
Doka, dok
ngin forn dæmi eru um so. doka eða no. dok. Elzta heimildin,
I 1 sem mér er kunn, er orðabók Jóns frá Grunnavík, en þar segir
svo: „dok, n. cunctatio, mora,“ þ. e. ‘hik, bið’; „því dokar, því tekur at
doka, moram habet, morari jamdudum incipit," þ. e. ‘það tefst, því
tekur að seinka’. Kveður Jón svo að orði, að þetta sé málfar alþýðu.
Allar eldri heimildir ritaðar eða prentaðar eru nokkurn veginn sam-
mála um ofangreinda merkingu þessa orðafars. í orðasafni Hann-
esar hiskups Finnssonar stendur: „láta e-ð doka = bíða,“ Magnús
Stephensen notar hvk-orðið dok í merkingunni ‘töf’ í Eftirmælum
18. aldar, og orðabókarhdr. Lbs. 220 8vo segir, að doka við merki
‘að hinkra’. í Þjóðólfi 1870 (bls. 141) kemur fyrir orðasambandið
að vera í dokum: „þetta skip hefur verið í dokum að komast í
höfn . . .,“ og virðist merkja ‘að bíða eftir’ e. þ. u. I.1
I mæltu máli víðast hvar á landinu hafa no. dok og so. doka svip-
aða merkingu og áður er getið, dok ‘töf, hik, tvístig, óvissa’; það
var dok á honum; það kom dok í þá; doka ‘bíða, hinkra’. Þó á þetta
ekki heima um Austurland. Þar merkir dok ‘mók, drungi, svefn-
höfgi’; það rann á mig dok. „Sígur að honum dok og sofnar hann,“
segir t. d. á einum stað í þj óðsögum Sigfúsar Sigfússonar. Lo. dok-
inn ‘lasinn, niðurdreginn eða daufgerður’, sem kunnugt er á Austur-
1 í orðabók Jóns frá Grunnavík kemur fyrir orðasambandið að dokra við e-ð,
en merkingar er ekki getið. Þá finnst og í vasabókum B. M. Ólsens so. dauka við
e-ð ‘fara hægt að e-u’. Ekki er um að villast, að dauka er skrifuð með au i vasa-
bókunum, en þeir, sem tóku sögnina upp í Orðabók S. Blöndals, hafa lesið
danka (við), hvaða rök sem til þess hafa legið. Ef þessi orð, dokra og dauka við,
skyldu reynast fullgild, gætu þau vel verið af sama toga og so. doka.